Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2013 | 07:00

Inbee vonast eftir sögulegum sigri

Í dag hefst 5. risamót kvennagolfsins Evian Masters og er þetta í fyrsta sinn sem mótið verður spilað sem risamót.

Markmið nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park eru tvö: að verja titil sinn og skrifa sig í sögubækurnar.

Inbee ætlar að verða fyrsti atvinnukylfingurinn til þess að vinna 4 risamót á einu ári, sem er nokkuð sem ekki einu sinni Arnold Palmer, Annika Sörenstam eða Jack Nicklaus gátu afrekað.

„Að sigra á 4 af 5 risamótum væri frábært afrek,“sagði Inbee í gær á blaðamannafundi. „Þegar ég fer  úr húsi og fer eitthvert í Kóreu, þá hópast fólk að mér.  Það er alveg eins og ég sé fræg.“

Þó Inbee Park hafi ekki gengið sem skyldi á 4. risamóti ársins, Opna breska kvennamótinu,  þar sem hún m.a. fjórpúttaði á 1. holunni á lokahringnum fyrir skramba og gerði fleiri álíka mistök þá er hún enn af yfirgnæfandi meirihluta manna talin vera sigurstranglegust í Evian.

„Ég er viss um að reynslan á Opna breska mun hjálpa mér í þessari viku.  Þetta verður miklu betri vika.  Mér finnst nú sem pressan sé vinur minn. Ég er að reyna að læra af öllu.“

Inbee er búin að vinna 6 mót á árinu og hún leiðir í samkeppninni um efsta sæti peningalistans og það að verða leikmaður ársins á LPGA.

Það er í raun undravert í hversu góðu formi Inbee hefir verið nú í ár, en hún var ekki búin að vinna mót frá árinu 2008, þegar hún vann Opna bandaríska risamótið.

„Ég hélt virkilega að ég væri ekki fær um að sigra aftur,“ sagði Inbee. „Stundum vildi ég bara gefast upp og gera eitthvað sem var minna stressandi.“

Frá því að Grand Slam var endurskilgreint  1960, en stundum er vísað til þess  sem nútímalegri útgáfu á Grand Slam, þá er Inbee sú eina sem sigrað hefir 3 risamót á einu keppnistímabili.  Eini aðri kylfingurinn til þess að afreka það er Babe Zaharias, á árinu 1950 þegar einungis voru 3 risamót á LPGA.

Ben Hogan vann þrjá risamótstitla árið 1953, jafnvel þó British Open sem þá fór fram á Carnoustie hafi farið fram 1 viku á eftir U.S. PGA Championship. Hogan gat ekki spilað áPGA Championship, af líkamlegum ástæðum, vegna ónýtra fótleggja eftir bílslys og vegna þess að úrtökumót fyrir Opna breska var í sömu viku og PGA Championship fór fram.

Tiger Woods vann síðustu 3 risamótin á árinu 2000 en varð í 5. sæti á the Masters það ár.

Woods, Palmer, Nicklaus og Sörenstam náðu hálfu Grand Slam en tókst ekki alveg að klára. Woods og Mickey Wright eru einu kylfingarnir til þess að vinna 4 risamót í röð, en gerðu það á 2 keppnistímabilum.

Golfvöllurinn í Evian-les-Bains er með fallegt útsýni yfir Genfarvatn og hefir verið einn af uppáhaldsgolfvöllum kvennannna á kvenmótaröðunum í gegnum árin.  Á síðastliðnu ári hefir mörgum milljónum verið ausið í breytingar á vellinum sérstaklega á síðustu 4 holunum.

T.a.m. er búið að breyta par-5 18. holunni í par-4 holu og á par-3 16. holunni er nú komin vatnshindrun. Eins er búið að breyta par-4 5. holunni í erfiðari par-3 holu.

„Layout-ið er frábært. Mér finnst völlurinn vera reglulegur risamótsvöllur núna,“ sagði Inbee. „Nú eru flatirnar gríðarstórar og það er mikið af bylgjum í þeim. Þannig að það verður að velja af nákvæmni lendingarstaðinn.“

Nr. 2 á heimslistanum, Stacy Lewis er einnig meðal þeirra sem talin er sigurstrangleg eftir 2. sigur sinn á risamóti í sumar, en hún vann einmitt Opna breska.

„Ég er enn að meðtaka að ég hafi sigrað þar,“ sagð Stacy. „Ég reyni bara að hanga inni og fylgja Inbee. Ég fylgist með skori hennar og því sem hún gerir.“

Aðrar sem þykja líklegar til stórræðna eru „norska frænka okkar“, nr. 3 á heimslistanum;  Suzann Pettersen, sem er í hörkuformi eftir frábæra frammistöðu á Solheim Cup og sigur á  Safeway Classic.

Enn önnur sem vert er að fylgjast með er hin 16 ára Lydia Ko, frá Nýja-Sjálandi en henni tókst m.a. að verja titil sinn á Canadian Women’s Open í síðasta mánuði.