
KPMG bikarinn hefst á morgun
Lokamót Golfsambands Íslands hefst í fyrramálið, KPMG Bikarinn og stendur fram á laugardag. Mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru og keppir lið frá höfuðborgarsvæðinu við lið landsbyggðarinnar.
Jafnframt liðakeppninni fer fram áheitagolf þar sem allir keppendur taka þátt í að styðja við Ljósið, en KPMG hefur heitið á þátttakendur með þeim hætti að þeir sem hitta 16. flötina leggja samtökunum til 20 þúsund. Heildarupphæð áheita munu leggjast við söfnun til styrktar Ljósinu sem Sigurður Hallvarðsson hefur staðið fyrir á undanförnum árum.
Liðstjóri landsbyggðar liðsins er Páll Ketilsson ritstjóri Golf á Íslandi og kylfingur frá Suðurnesjum en liðstjóri höfuðborgarsvæðisins er Ragnhildur Sigurðardóttir golfkennari og margfaldur Íslandsmeistari úr Golfklúbbi Reykajvíkur.
Þau kynntu liðin sín í dag í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni og keppa eftirtaldir kylfingar í 1. umferð sem er fjórleikur, en þar spila báðir leikmenn sínum bolta en betra skorið telur.
Höfuðborgin Landsbyggðin
1.Leikur Nökkvi Gunnarson vs. Rúnar Arnórsson
Ragna Björk Ólafsdóttir Signý Arnórsdóttir
Særós Eva Óskarsdóttir Örvar Samúelsson
Kristinn Reyr Sigurðsson Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Björn Óskar Guðjónsson Fannar Ingi Steingrímsson
Kristófer Orri Þórðarson Henning Darri Þórðarson
Alfreð Brynjar Kristinsson Valdís Þóra Jónsdóttir
Allir eru velkomnir að koma í Leiruna og fylgast með okkar bestu kylfingum en fyrstu tvær umferðirnar fara fram á morgun, föstudag en tvímenningurinn hefst síðan kl.10:00 á laugardaginn.
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!
- júlí. 3. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022
- júlí. 3. 2022 | 15:00 GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 13:00 LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
- júlí. 3. 2022 | 12:00 GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 10:00 GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
- júlí. 3. 2022 | 07:00 NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
- júlí. 3. 2022 | 00:34 LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
- júlí. 2. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (27/2022)
- júlí. 2. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022
- júlí. 1. 2022 | 22:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst úr leik á Italian Challenge Open