Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2013 | 20:10

KPMG bikarinn hefst á morgun

Lokamót Golfsambands Íslands hefst í fyrramálið, KPMG Bikarinn og stendur fram á laugardag. Mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru og keppir lið frá höfuðborgarsvæðinu við lið landsbyggðarinnar.

Jafnframt liðakeppninni fer fram áheitagolf þar sem allir keppendur taka þátt í að styðja við Ljósið, en KPMG hefur heitið á þátttakendur með þeim hætti að þeir sem hitta 16. flötina leggja samtökunum til 20 þúsund. Heildarupphæð áheita munu leggjast við söfnun til styrktar Ljósinu sem Sigurður Hallvarðsson hefur staðið fyrir á undanförnum árum.

Liðstjóri landsbyggðar liðsins er Páll Ketilsson ritstjóri Golf á Íslandi og kylfingur frá Suðurnesjum en liðstjóri höfuðborgarsvæðisins er Ragnhildur Sigurðardóttir golfkennari og margfaldur Íslandsmeistari úr Golfklúbbi Reykajvíkur.

Þau kynntu liðin sín í dag í höfuðstöðvum KPMG í Borgartúni og keppa eftirtaldir kylfingar í 1. umferð sem er fjórleikur, en þar spila báðir leikmenn sínum bolta en betra skorið telur.

  Höfuðborgin                                    Landsbyggðin

1.Leikur  Nökkvi Gunnarson          vs.  Rúnar Arnórsson

Ragna Björk Ólafsdóttir        Signý Arnórsdóttir

 

2.Leikur  Gunnhildur Kristjánsdóttir  vs.  Benedikt Sveinsson

Særós Eva Óskarsdóttir           Örvar Samúelsson

3.Leikur  Egill Ragnar Gunnarsson   vs.  Bjarki Pétursson

Kristinn Reyr Sigurðsson         Guðrún Brá Björgvinsdóttir

4.Leikur  Óðinn Þór Ríkharðsson      vs.  Ísak Jasonarson

Björn Óskar Guðjónsson          Fannar Ingi Steingrímsson

5.Leikur  Kristján Þór Einarsson        vs.  Gísli Sveinbergsson

Kristófer Orri Þórðarson             Henning Darri Þórðarson

 

6.Leikur  Sigurður Hafsteinsson        vs.  Tinna Jóhannsdóttir

Alfreð Brynjar Kristinsson           Valdís Þóra Jónsdóttir

 

Allir eru velkomnir að koma í Leiruna og fylgast með okkar bestu kylfingum en fyrstu tvær umferðirnar fara fram á morgun, föstudag en tvímenningurinn hefst síðan kl.10:00 á laugardaginn.