Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 21:15

Afmæliskylfingur dagsins: Ívar Örn Arnarson — 13. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ívar Örn Arnarson. Ívar Örn er fæddur 13. september 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!  Ívar Örn er í Golfklúbbnum Keili og úr mikilli golffjölskyldu í Hafnarfirðinum. Hann er lágforgjafarkylfingur og varð m.a. Golfari FH í golfinu 2011. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 (63 ára); Mark Charles Wiebe, 13. september 1957 (56 ára); Grady Neal Lancaster, 13. september 1962 (51 árs) ….. og …..  Þorsteinn Hallgrímsson (44 ára) Bæjarblaðið Mosfellingur Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 20:45

Landsbyggðin leiðir 11-1 í KPMG bikarnum eftir fyrri umferð

Landsbyggðin leiðir eftir 1. dag, enda flestir af bestu kylfingum höfuðborgarinnar við keppni í bandaríska háskólagolfinu, krakkar á borð við Sunnu Víðis, Íslandsmeistara í höggleik í kvennaflokki 2013, Berglindi Björns, Ólafíu Þórunni, Guðmund Ágúst, Andra Þór,  Harald Franklín Magnús, Ragnar Má og þá eru aðeins nokkrir nefndir.  Ónefndir er þá t.a.m menn á borð við. Birgi Leif, Íslandsmeistara í höggleik 2013, Ólaf Björn, Stefán Má, stigameistarann í piltaflokk 2013  Andra Snæ og Þórð Rafn.  Og þegar kettirnir sofa bregða mýsnar á leik!!! Og jafnvel ef litið væri framhjá þessum stórkylfingum íslensks golfs, þá eru ýmsir af okkar alfremstu ungu kylfingum sem ekki eru í liðum höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að undrast Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 20:00

Mika Miyazato leiðir eftir 1. dag Evian Masters

Japanska stúlkan Mika Miyazato leiðir eftir 1. dag Evian Masters risamótsins, sem fram fer í Evian-les-Bains í Frakklandi. Mótið hefir nú verið stytt í 54 holu mót, vegna úrhellisrigninga, sem urðu til þess að fresta varð keppni í gær. Mika kom inn á 6 undir pari 65 höggum í dag – fékk 7 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti eru „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, Sandra Gal og Se Ri Pak; allar á 5 undir pari, 66 höggum, hver. Skemmtilegt er að sjá Christinu Kim aftur ofarlega á skortöflu, en hún hefir að undanförnu reynt að draga úr einkennum þunglyndis sem hún hefir þurft að glíma við.  Christina er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: Larrazabal og Jiménez leiða á KLM Open eftir 2. dag

Það eru spænsui kylfingarnir Pablo Larrazabal og  Miguel Ángel Jiménez, sem eru efstir eftir 2. dag KLM Open, en mótið hófst í gær og fer fram í á golfvelli Kennemer Golf & CC í Zandvoort, Hollandi Jiménez og Larrazabal eru búnir að leika á samtals 9 undir pari, 131 höggi; Jiménez (64 67) og Larrazabal (66 65). Þriðja sætinu deila Englendingarnir Oliver Fisher og Simon Dyson og Frakkinn Julien Quesne, en þeir eru allir aðeins 1 höggi á eftir. Simon Dyson og Spánverjinn Jorge Campillo (7. sæti) voru á lægsta skori dagsins 7 undir pari, 63 höggum, hvor. Í 6. sæti er Skotinn David Drysdale á samtals 7 undir pari, 133 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 07:30

Snedeker efstur á BMW Championship

Brandt Snedeker  náði 8 fuglum í gær á 1. hring BMW Championship missti hvergi högg og lét  6 metra pútt líta létt út. Hann fékk m.a. 6 fugla í röð á holum 13-18. Snedeker er efstur í mótinu með skor upp á 8 undir pari, 63 högg. „Þegar vel gengur þá verður maður spenntur fyrir næstu holunni vegna þess að maður veit að eitthvað gott er að gerast og vegna þess að maður er vel stemmdur og allt er að þokast í rétta átt,“ sagði Snedeker m.a. eftir hringinn góða. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Zach Johnson og þriðja sætinu deila þeir Tiger, Charl Schwartzel og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 07:00

Manassero datt – Colsaerts með hita

Ítalski kylfingurinn Matteo Manassero viðurkennir að hann hafi verið heppinn að meiða sig ekki meir eftir að hann datt á rigningasleipri gangstétt í Zandvoort, s.l. miðvikudag, þ.e. daginn áður en hann hóf leik á KLM Open. Eftir 1. hring varð hinn 20 ára Manassero frá Verona á Ítalíu, sem m.a. vann flaggskipskeppni Evrópumótaraðarinnar í ár, BMW PGA Championship, að leita sér aftur læknishjálpar, eftir að hafa komið inn á sléttu pari á 1. hring. Manassero skrapp frá hótelinu sem hann er á í Zandvoort í Hollandi, til þess að fá sér eitthvað að borða og þegar hann var á leið aftur á hótelið datt hann um lítinn stöpul á hafnarbakka, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 06:30

Shevchenko á 84 höggum á 1. hring

Andriy Shevchenko, 36 ára, sem valinn var knattspyrnumaður ársins í Evrópu 2004, stjórnmálamaður í Úkraínu og fyrrum framherji hjá AC Milan og Chelsea, reyndi fyrir sér í keppnisgolfi í fyrsta sinn í gær á Áskorendamótaröðinni. Mótið sem hann tók þátt í var Kharkov Superior Cup og mótstaður var Superior Golf Resort & Spa í Kharkov, Úkraínu. Shevchenko eða Sheva eins og hann er kallaður af aðdáendum sínum lék á 12 yfir pari, 84 höggum. Honum tókst aðeins að fá 1 fugl á hringnum en því miður voru líka 11 skollar á skorkortinu þ.á.m. 7 í röð á fyrri 9. En Sheva er langt frá því að vera neðstur í mótinu, það eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2013 | 20:55

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaug María Óskarsdóttir – 12. september 2013

Það er Guðlaug María Óskarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðlaug María er fædd 12. september 1968 og á því 45 ára afmæli í dag!!!! Guðlaug María er í Golfklúbbi Akureyrar.  Hún sigraði m.a. á Arctic Open 2012 og var líka sigurvegari í 1. flokki kvenna. Hún hefir oftar en 1 sinni verið fyrirliði kvensveita GA. Komast má á facebook síðu Guðlaugar Maríu til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Guðlaug María Óskarsdóttir (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Charles Henry „Chip” Beck, 12. september 1956 (57 ára); Angel Cabrera, 12. september 1969 (44 ára);  Shigeki Maruyama (丸山茂樹, Maruyama Shigeki; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2013 | 20:51

GA: Ágúst Jensson nýr framkvæmdastjóri GA

Ágúst Jensson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri GA.  Alls bárust 23 umsóknir um starfið.  Ágúst hefur að undanförnu starfað sem yfirvallastjóri golfvalla Golfklúbbs Reykjavíkur, en hefur einnig verið vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar og unnið á Kings og Queens golfvöllunum á Gleneagles í Skotlandi. Ágúst er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur auk þess lokið námi í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi.   Ásamt störfum sínum hjá GR hefur Ágúst sinnt þjálfun í yngri flokkum í körfuknattleik með hléum frá árinu 1997.  Þá þjálfaði Ágúst meistaraflokk kvenna í körfuknattleik hjá Fjölni síðastliðinn vetur. „Ég er virkilega spenntur fyrir þessu starfi og hlakka mikið til þess að takast á við nýjar og skemmtilegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2013 | 20:45

Bandaríska háskólagolfið: Ari Magnússon á besta skori Arkansas-Monticello í GAC mótinu!

Ari Magnússon, GKG og Theódór Karlsson, GKJ spila með golfliði Arkansas-Monticello. Dagana 8.-10. september s.l. fór fram Great American Conference (stutt: GAC) Preview mótið . Ari var á besta skori golfliðs Arkansas-Monticello – lék á 217 höggum (71 75 71) og var í 13. sæti í einstaklingskeppninni Theodór varð í 41. sæti á samtals 229 höggum (75 76 78). Næsta mót Ara og Theodórs er 30. september n.k. Til þess að sjá úrslitin á GAC Preview mótinu SMELLIÐ HÉR: