Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 01:00

Landsbyggðin sigraði í KPMG bikarnum

Það kom engum á óvart að lið landsbyggðarinnar sigraði í KPMG bikarnum og fóru leikar svo að landsbyggðin hlaut 18,5 vinninga  g. 5.5 vinningum úrvalsliðs höfuðborgarinnar. Keppnin var heldur óspennandi og sá í hvað stefndi þegar eftir fyrri umferð en þá var staðan 11-1 landsbyggðinni í hag. Hetjur höfuðborgarinnar í seinni umferð voru Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, Björn Óskar Gunnarsson, GKJ, Kristinn Reyr Sigurðsson, GR sem hvert hlutu 1/2 vinning og Kristófer Orri Þórðarson, GKG,  Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG,  og Nökkvi Gunnarsson, NK, sem unnu sína leiki. Alla aðra leiki vann lið landsbyggðarinnar, en 2 vinningar dugðu landsbyggðinni til sigurs. Ljósið þ.e.  endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk, sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórhildur Sigtryggsdóttir – 14. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Þórhildur Sigtryggsdóttir. Þórhildur er fædd 14. september 1956. Hún er í Golfklúbbi Kiðjabergs. Þórhildur er gift Hrafnkeli Óskarssyni. Komast má á facebooksíðu Þórhildar með til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Þórhildur Sigtryggsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Jón Björgvin Stefánsson, GR, 14. september 1951 (62 ára), Gareth Maybin 14. september 1980 (33 ára);  Will Claxton, 14. september 1981 (32 árs), Danielle McVeigh, 14. september 1987 (26 ára)  …. og …… Hafdis Gudmunds (46 ára) Anna Vilhjálms (68 ára) Arnar H Ævarsson, GK (49 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2013 | 15:30

Evróputúrinn: Luiten leiðir fyrir lokahringinn

„Heimamaðurinn“ Joost Luiten leiðir á KLM Open á samtals 10 undir pari, 200 höggum (69 65 66). Hann hefir 1 höggs forskot á Spánverjann Miguel Ángel Jiménez sem spilað hefir á 9 undir pari, 201 höggi (64 67 70), og er búinn að leiða alla mótsdagana. Írinn Damien McGrane og Frakkinn Julien Quesne eru í þriðja sæti á 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á KLM Open  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2013 | 15:30

Tiger fúll með 2 högg í víti – Myndskeið

Tiger fékk 2 högg í víti fyrir að hreyfa bolta þegar hann fjarlægði litla trjágrein á 1. holu 2. hrings á BMW Championship í gær. Atvikið náðist á myndskeið af myndatökumanni PGA Tour og þegar verið var að klippa það til sást að boltinn hreyfðist. Slugger White, varaforseti keppnismála á PGA Tour stoppaði Tiger af áður en sá ætlaði að skrifa undir skorkort sitt upp á 70 högg. Woods varð fúll við þegar honum var tjáð að bæta ætti vítinu við og hann var jafnvel enn ekki sannfærður eftir að hann hafði skoðað myndskeiðið. Dæmið sjálf en sjá má atvikið á myndskeiði með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2013 | 15:00

Hver er kylfingurinn: Webb Simpson? (1/3)

Fred Couples hefir nú 59 ástæður til þess að velta fyrir sér hvort hann hafi valið réttu kylfinganna í Forsetabikarslið sitt … m.ö.o.  naga sig í handarbökin að hafa ekki valið Jim Furyk, sem í gær skrifaði sig í sögubækurnar eftir að hafa verið á skori upp á 59 högg í BMW Championship. Couples valdi Webb Simpson í lið Bandaríkjanna í Forsetabikarinn sem fram fer 3.-6. október 2013 (þ.e. í næsta mánuði) á Muirfield velli í Dublin, Ohio.  Simpson skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra þegar hann vann Opna bandaríska risamótið. Hann er einn af bestu kylfingum heims, sem stendur í 25. sæti heimslistans. Aðeins munaði $ 6000 í verðlaunafé Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2013 | 14:00

Rory úr öskunni í eldinn

Rory McIlroy gekk s.s. allir muna af velli á Honda Classic í mars og bar við tannpínu, hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska risamótinu í sumar eftir 1. hring upp á 79. En á engum punkti í þessari lægð sem Rory er í hefir hann fylgt slæmum hring upp á 70 og eitthvað súperhátt, s.s. í fyrradag 78 eftir með svipuðum hring þ.e. 77 í gær. Hæsta skor hans á keppnistímabilinu var á 3. hring The Masters, 79 högg en fyrstu tveir hringir hans í BMW Championship á Conway Farms eru versti samanlagði „árangur“ Rory í ár. Frá því í febrúar á þessu ári hefir Rory, (fyrrum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2013 | 07:15

Tennisstjörnur sem spila best golf

Golf Digest hefir tekið saman lista í myndum og myndskeiðum yfir þær tennisstjörnur sem ekki aðeins skara fram úr á tennisvelinum, heldur eru líka meira en frambærilegir kylfingar. Efstur þar á blaði er Rafael Nadal, sem er góður vinur Sergio Garica, en þeir tveir hafa oftar en einu sinni spilað golf saman. Ekki fer sömu sögum af Sergio á golfvellinum.  Sjá má samantekt Golf Digest með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 22:54

Fuglapútt Furyk fyrir 59 – Myndskeið

Jim Furyk náði þeim einstaka árangri að vera með skor upp á 59 högg og það í BMW Championship. Hér má sjá 3 metra fuglapútt hans fyrir 59-unni á 18. flöt (9. flöt vallarins), ekkert smá pressu-pútt það!!!! SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 21:59

Furyk á 59 á BMW Championship!!!

Bandaríski kylfingurinn Jim Furyk, sem ekki var valinn í Forsetabikarsliðið af Fred Couples átti sannkallaðan draumahring á BMW Championship, 3. móti FedEx Cup umspilsins. Hann lék golfvöll Conway Farms, þar sem mótið fer fram á hvorki fleiri né færri höggum en sögulegum 59 höggu , en  aðeins 5 kylfingum á PGA Tour hefir áður tekist að ná því skori í móti. Frammistaða Furyk er því meira en stórglæsileg!!!  Hann er samtals búinn að spila á samtals 11 undir pari líkt og Brandt Snedeker og leiða þeir tveir því í mótinu. Á 59 hring sínum sem er 12 undir pari og nýtt vallarmet á Conway Farms, fékk Furyk 1 örn, 11 fugla, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna á besta skori Elon í Momorial mótinu

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR,  var við keppni á MOmorial mótinu. Leikið var á golfvelli the Traditions Golf Club í Bryan, Texas. Þetta var þriggja daga mót, sem stóð  9.-11. september og lauk því í fyrradag.  Þátttakendur voru 70 frá 12 háskólum. Sunna lék á samtals 230 höggum (75 75 80) og lauk keppni í 31. sæti í einstaklingskeppninni. Hún er á besta skorinu í liði sínu, golfliði Elon háskóla, sem lauk keppni í 10. sæti  liðakeppninni. Næsta mót Sunnu og Elon er W&M Invitational, sem hefst nú á sunnudaginn í Kings Mill í Virginíu. Sjá má úrslitin í Momorial með því að SMELLA HÉR: