Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: Larrazabal og Jiménez leiða á KLM Open eftir 2. dag

Það eru spænsui kylfingarnir Pablo Larrazabal og  Miguel Ángel Jiménez, sem eru efstir eftir 2. dag KLM Open, en mótið hófst í gær og fer fram í á golfvelli Kennemer Golf & CC í Zandvoort, Hollandi

Jiménez og Larrazabal eru búnir að leika á samtals 9 undir pari, 131 höggi; Jiménez (64 67) og Larrazabal (66 65).

Þriðja sætinu deila Englendingarnir Oliver Fisher og Simon Dyson og Frakkinn Julien Quesne, en þeir eru allir aðeins 1 höggi á eftir.

Simon Dyson og Spánverjinn Jorge Campillo (7. sæti) voru á lægsta skori dagsins 7 undir pari, 63 höggum, hvor.

Í 6. sæti er Skotinn David Drysdale á samtals 7 undir pari, 133 höggum (69 64)

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á KLM Open SMELLIÐ HÉR: