
Manassero datt – Colsaerts með hita
Ítalski kylfingurinn Matteo Manassero viðurkennir að hann hafi verið heppinn að meiða sig ekki meir eftir að hann datt á rigningasleipri gangstétt í Zandvoort, s.l. miðvikudag, þ.e. daginn áður en hann hóf leik á KLM Open.
Eftir 1. hring varð hinn 20 ára Manassero frá Verona á Ítalíu, sem m.a. vann flaggskipskeppni Evrópumótaraðarinnar í ár, BMW PGA Championship, að leita sér aftur læknishjálpar, eftir að hafa komið inn á sléttu pari á 1. hring.
Manassero skrapp frá hótelinu sem hann er á í Zandvoort í Hollandi, til þess að fá sér eitthvað að borða og þegar hann var á leið aftur á hótelið datt hann um lítinn stöpul á hafnarbakka, sem notaður er til að bregða landfestum um.
Nr. 30 á heimslistanum (Manassero) reif buxur sínar og hlaut sár á báðum hnjám. Manassero hruflaðist líka á olnbogum og rispaði illilega armbandsúr sem honum var fært að gjöf frá styrktaraðila mótsins.
Hann haltraði seinni part opnunarhrings síns, þar sem honum tókst að fá 2 fugla en því miður líka 2 skolla.
„Ég var mjög heppinn að slasa mig ekki meir,“ sagði hann.
„Hnén á mér voru orðin sár í lok hringsins og það er út af því sem ég fór beint í læknisvagninn í skoðun. Þetta er bara eitt af því sem getur skeð. Ég hljóp og var að reyna að koma mér sem fyrst úr rigningunni og sá ekki stöpulinn á veginum. Þetta var svolítið húðfleiður á báðum hnjám sem e.t.v. þarf að líta á aftur en það er í lagi með mig.“
Aðrir sem voru veikir og slæptir var Belginn Nicolas Colsaerts sem Golf 1 fjallaði um í gær en hann var að reyna að harka af sér á KLM Open með hita og slæma hálsbólgu, á vellinum í Zandvoort, sem hann lék fyrst á þegar hann var 15 ára. Colsaerts sá hins vegar að það var ekki til neins, hann yrði að slappa af og taka því rólega, eftir að hafa skilað hring upp á 3 yfir pari, 73 þannig að hann dró sig úr mótinu.
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi