Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2013 | 20:00

Mika Miyazato leiðir eftir 1. dag Evian Masters

Japanska stúlkan Mika Miyazato leiðir eftir 1. dag Evian Masters risamótsins, sem fram fer í Evian-les-Bains í Frakklandi.

Mótið hefir nú verið stytt í 54 holu mót, vegna úrhellisrigninga, sem urðu til þess að fresta varð keppni í gær.

Mika kom inn á 6 undir pari 65 höggum í dag – fékk 7 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti eru „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, Sandra Gal og Se Ri Pak; allar á 5 undir pari, 66 höggum, hver.

Skemmtilegt er að sjá Christinu Kim aftur ofarlega á skortöflu, en hún hefir að undanförnu reynt að draga úr einkennum þunglyndis sem hún hefir þurft að glíma við.  Christina er ein í 5. sæti á 4 undir pari og síðan er Lydia Ko ein af 4 kylfingum, sem deila 6. sætinu á 3 undir pari.

Inbee Park sem á einstætt tækifæri til þess að verða fyrsti kylfingurinn, hvort heldur karl- eða kvenkylfingur til þess að vinna 4 risamót á sama keppnistímabilinu 3 yfir pari, 74 höggum og verður að taka sig á til þess að komast í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Evian Masters SMELLIÐ HÉR: