Bandaríska háskólagolfið: Sigurður Gunnar í 8. sæti og Hrafn í 13. sæti í Georgíu
Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og Hrafn Guðlaugsson, GSE, tóku þátt í Emmanuel Fall Invitational, sem fram fór í Hartwell, Georgíu, dagana 16.-17. september 2013. Mótinu lauk í gær og var tveggja hringja. Þátttakendur voru 45 frá 7 háskólum. Sigurður Gunnar lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (74 73) og lauk leik í 8. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi með 4 kylfingum. Hrafn lék á 5 yfir pari, 149 höggum (71 78) og lauk leik í 13. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi með Zach Day frá Mobile háskólanum. Golflið Faulkner, the Falcons, lið Sigurðar Gunnars og Hrafns landaði 3. sætinu í mótinu í liðakeppninni. Næsta mót þeirra Sigurðar Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese luku leik í 11. sæti Ram Masters
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese tóku þátt í Ram Masters Invitational, sem fram fór á golfvelli Fort Collins Country Club, í Fort Collins, Colorado. Mótið stóð dagana 16.-17. september og var síðasti mótsdagur því í gær. Þátttakendur í mótinu voru 84 frá 15 háskólum. Ragnar Már lauk leik í 64. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi með 6 öðrum. Skor hans var upp á samtals 17 yfir pari, 227 höggum (73 74 80). Ragnar Már var á 4. besta skori McNeese, sem lauk keppni í 11. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Ragnars Más og McNeese er Cardinal Intercollegiate, í Louisville, Kentucky og fer það fram 23. -24. september Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín fór upp um 7 sæti
Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette luku keppni í gær á Columbia Regional Preview, sem fram fór í The Club at Old Hawthorne, í Columbia, Missouri. Þátttakendur í mótinu voru 65 frá 11 háskólum. Haraldur Franklín var í 49. sæti í einstaklingskeppninn fyrir lokahringinn, en eftir 3. þ.e. lokahringinn fór hann upp um 7 sæti og lauk keppni í 42. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi með 4 öðrum. Þriðji hringur hans í mótinu í gær var sá besti í mótinu upp á 74 högg en samtals lék Haraldur Franklín á 11 yfir pari, 227 höggum (77 76 74). Þetta er langt frá því besta frammistaða Haraldar Franklíns, en Lesa meira
6 keppa í undankeppni Evrópumóts pilta af Íslands hálfu
Íslenska piltalandsliðið í golfi tekur þátt í undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri sem fram fer á velli Skalica Golf Club í Slóvakíu, dagana 19.-21. september. Undankeppnin eða European Boys´Challenge Trophy er fyrir þær þjóðir sem ekki náðu að tryggja sér þátttökurétt á Ervópumóti pilta 18 ára og yngri sem fram fer á næsta ári í Noregi, hjá Osló Golf Club. Alls taka 11 þjóðir þátt að þessu sinni en auk Íslands keppa lið frá Belgíu, Finnlandi, Ungverjalandi, Póllandi, Portúgal, Slókvakíu, Slóveníu, Rússlandi, Sviss og Wales. Aron Snær Júlíusson, GKG, Birgir Björn Magnússon, GK, Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, Gísli Sveinbergsson, GK og Henning Darri Þórðarson, Lesa meira
Beatriz Recari: Kvenkylfingar ættu að hljóta sömu laun og karlkylfingar
Beatriz Recari hefir í nýlegu viðtali sagt að sér finnist að kvenkylfingar eigi að hljóta sömu laun og karlar á stærstu mótaröðum heims. Gríðarlegt misvægi er í verðlaunafé sem bestu karlkylfingar heims hljóta annars vegar og bestu kvenkylfingar heims hins vegar. Beatriz er 26 ára og hefir sigrað bæði á LPGA og LET og var nú síðast í sigurliði Solheim Cup (sem er svona einskona Ryder Cup keppni kvenkylfinga). En kvenagolfið á í vandræðum með að laða að styrktaraðila eins og augljóslega kom fram á síðasta risamóti ársins hjá konunum, Evian Masters, sem stytt var í 54 holur ekki aðeins vegna illskuveðurs og úrhellisrigningar heldur einnig fjárhagslegra takmarkana. „WTA (skammst. Lesa meira
Leikari og poppstjarna valdir sendiherrar Ryder Cup 2014
Leikarinn John Nesbitt frá Norður-Írlandi og poppstjarnan skoska Marvin Humes, í boy-bandinu JLS hafa verið valdir sérlegir sendiherrar Ryder Cup 2014. Jafnframt fær módelið Jodie Kidd, sem áður hefir verið útnefnd sendiherra Brocket Hall á Englandi með það sérverkefni að auka áhuga kvenna á golfi, ákveðin verkefni í Ryder Cup á Gleneagles 2014, sem og knattspyrnustjörnurnar Alan Hansen frá Skotlandi og Ruud Gullit frá Hollandi. Öll eru framangreind fimm forfallnir kylfingar. Sendiherrarnir munu sinna ýmsum verkefnum á Ryder Cup og þau eru öll sögð telja það mikinn heiður að hafa verið valin. „Golfið er ævilöng ástríða mín og ég finn mér alltaf afsakanir til þess að fara á golfvöllinn á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna sigraði!!!
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR sigraði glæsilega í einstaklingskeppninni á William & Mary Invitational mótinu, sem fram fór á golfvelli Kingsmill Plantation í Virginíu, dagana 15.-17. september. Þetta er í 2. skiptið sem Sunna sigrar í bandaríska háskólagolfinu í einstaklingskeppni. Það var Plantation golfvöllurinn í Kingsmill, sem leikinn var, en hann er par-71 og 5958 yarda (5448 metra) langur. Alls kepptu lið 9 háskóla, þ.á.m. lið Elon, háskóla Sunnu, sem lenti í 2. sæti í liðakeppninni. Sunna lék á samtals 2 yfir pari, 215 höggum (71 74 70) og var á besta skori Elon. Stórglæsilegt hjá Sunnu!!! Næsta mót Sunnu og Elon er í Greensboro, Norður-Karólínu, 30. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ryo Ishikawa ——- 17. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins er japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa (japanska: 石川 遼) Ryo fæddist 17. september 1991 í Matsubushi, Saitama í Japan og er því 22 ára í dag. Hann hefir viðurnefnið “Hanikami Ōji“eða feimni prinsinn upp á japönsku. Ryo gerðist atvinnumaður 2008 og hefir á ferli sínum sigrað í 11 atvinnumannamótum þar af 10 á japanska PGA. Níunda og tíunda mótin sem hann sigraði á var Mitsui Sumitomo Visa Taiheiyo Masters. Ryo varð sá yngsti til að sigra mót á japanska PGA, en það var á Munsingwear Open KSB Cup, þegar Ryo var 15 ára og 8 mánaða. Í Japan hefir verið framleidd “Ryo-dúkka”, sem er mjög vinsælt kylfu-cover. Dúkkan er í rauðum buxum, hvítum bol og með Lesa meira
Ryder Cup og PGA Championship fara fram á Bethpage Black 2024 og 2019
Bethpage Black í Farmingdale New York hlýtur að vera uppáhaldsvöllur sérhvers kylfings, sem þann völl hefir spilað, a.m.k. þeirra kylfinga sem elska krefjandi velli. Á vellinum hafa margsinnis farið fram stórmót og nægir þá að nefna að Opna bandaríska risamótið fór fram þar 2002 og 2009. Á síðasta ári fór Barclays mótið í FedExCup umspilinu fram þar. Völlurinn þekktur fyrir hávaðasaman áhorfendaskríl, sem ekki liggur á skoðunum sínum varðandi það sem fer fram á vellinum. Forseti PGA of America President, Ted Bishop, sagði að Bethpage Black hafi verið ofarlega á óskalista kylfinga varðandi það að vera mótsstaður Ryder Cup og tiltók þá sérstaklega Phil Mickelson og Rickie Fowler. Fowler á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín á erfiðan lokahring framundan
Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette taka þátt í Columbia Regional Preview, sem fram fer í The Club at Old Hawthorne, í Columbia, Missouri. Mótið stendur yfir dagana 16.-17. september 2013 og verður lokahringurinn því spilaður í kvöld. Þátttakendur í mótinu eru 65 frá 11 háskólum. Haraldur Franklín er í 49. sæti í einstaklingskeppninni, átti enga draumabyrjun, lék á 77 höggum en bætti sig um 1 högg á næsta hring og er samtals á 9 yfir pari, 153 höggum (77 76) eftir fyrri dag. Það er því erfiður lokahringur framundan, ef ætlunin er að rífa sig upp. Haraldur Franklín er á 2. besta skori golfliðs Louisiana Lafayette, Lesa meira









