Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2013 | 09:30

Leikari og poppstjarna valdir sendiherrar Ryder Cup 2014

Leikarinn John Nesbitt frá Norður-Írlandi og poppstjarnan skoska Marvin Humes, í boy-bandinu JLS hafa verið valdir sérlegir sendiherrar Ryder Cup 2014.

Marvin Humes

Marvin Humes

Jafnframt fær módelið Jodie Kidd, sem áður hefir verið útnefnd sendiherra Brocket Hall á Englandi með það sérverkefni að auka áhuga kvenna á golfi, ákveðin verkefni í Ryder Cup á Gleneagles 2014, sem og knattspyrnustjörnurnar Alan Hansen frá Skotlandi og Ruud Gullit frá Hollandi.

Jodie Kidd

Jodie Kidd

Öll eru framangreind fimm forfallnir kylfingar.

Sendiherrarnir munu sinna ýmsum verkefnum á Ryder Cup og þau eru öll sögð telja það mikinn heiður að hafa verið valin.

„Golfið er ævilöng ástríða mín og ég finn mér alltaf afsakanir til þess að fara á golfvöllinn á milli þess sem ég er í upptökum eða skiptast á ráðum við aðra golfáhangendur,“ var t.d. meðal þess sem Nesbitt sagði, eftir að hann fékk fréttirnar af útnefningunni „Ég er mjög stoltur af því að hafa verið valinn sendiherra Ryder Cup 2014 og fá að taka þátt í einum af frábærustu viðburðum á golfdagatalinu. Ryder Cup 2014 verður meiriháttar vika, ekki aðeins í Skotlandi heldur fyrir alla golfáhangendur um alla Evrópu, sem vona að liðinu takist að endurtaka ótrúlega frammistöðu sína í Medinah,“ bætti Nesbitt við.“