Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2013 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín fór upp um 7 sæti

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette luku keppni í gær á Columbia Regional Preview, sem fram fór í The Club at Old Hawthorne, í Columbia, Missouri.

Þátttakendur í mótinu voru 65 frá 11 háskólum.

Haraldur Franklín var í 49. sæti í einstaklingskeppninn fyrir lokahringinn, en eftir 3. þ.e. lokahringinn fór hann upp um 7 sæti og lauk keppni í 42. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi með 4 öðrum.

Þriðji hringur hans í mótinu í gær var sá besti í mótinu upp á 74 högg en samtals lék Haraldur Franklín á 11 yfir pari, 227 höggum (77 76 74).

Þetta er langt frá því besta frammistaða Haraldar Franklíns, en hann bætti sig með hverjum hring og gafst ekki upp þrátt fyrir erfiða byrjun, sem sýnir karakter. Hann var 2. besta skori The Raging Cajuns, golfliðs Louisiana Lafayette, sem hafnaði í 11. og neðsta sæti, í liðakepppninni.

Liðið í heild bætti sig líka lokahringinn. Fyrir lokahringinn munaði 9 höggum á The Raging Cajuns og golfiði Nebraska háskóla en í lokin var munurinn aðeins 4 högg.

Næsta mót Haraldar Franklíns og Louisiana Lafayette er David Toms Intercollegiate sem fram fer 5. október n.k. í Baton Rouge, Louisiana.

Til að sjá lokastöðuna á Columbia Regional Preview SMELLIÐ HÉR: