Sunna Víðisdóttir, GR og Elon. Mynd: Elon
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2013 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna sigraði!!!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR sigraði glæsilega í einstaklingskeppninni á William & Mary Invitational mótinu, sem fram fór á golfvelli Kingsmill Plantation í Virginíu, dagana 15.-17. september.

Þetta er í 2. skiptið sem Sunna sigrar í bandaríska háskólagolfinu í einstaklingskeppni.

Það var Plantation golfvöllurinn í Kingsmill, sem leikinn var, en hann er par-71 og 5958 yarda (5448 metra) langur.

Alls kepptu lið 9 háskóla, þ.á.m. lið Elon, háskóla Sunnu, sem lenti í 2. sæti í liðakeppninni.

Sunna lék á samtals 2 yfir pari,  215 höggum (71 74 70) og var á besta skori Elon. Stórglæsilegt hjá Sunnu!!!

Næsta mót Sunnu og Elon er í Greensboro, Norður-Karólínu, 30. september n.k.

Sjá má skemmtilega grein á heimasíðu Elon um sigur Sunnu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á W&M Invitational SMELLIÐ HÉR: