Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 9. sæti fyrir lokahringinn
Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese taka þátt í Ram Masters Invitational, sem fram fer á golfvelli Fort Collins Country Club, í Fort Collins, Colorado. Mótið stendur dagana 16.-17. september og verður lokahringurinn því leikinn í dag. Þátttakendur í mótinu eru 84 frá 15 háskólum. Ragnar Már er í 38. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deilir með 8 öðrum. Hann er búinn að leika á samtals 147 höggum (73 74). Ragnar Már er á 2.-3. besta skori McNeese, sem er í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más og McNeese í dag SMELLIÐ HÉR:
Heimslistinn: Zach Johnson kominn upp í 12. sætið!!!
Zach Johnson er farinn að nálgast topp-10 á heimslistanum eftir sigur sinn á rigninga seinkuðu BMW meistaramótinu. Sigurhringur hans var upp á skollalausan 6 undir pari, 65 högg og færði honum sigurinn umfram Jim Furyk, sem búinn var að leiða allt mótið. Sigurinn tryggði Zach líka sæti meðal 5 efstu á FedEx Cup listanum. Hann verður í næstsíðasta ráshóp sem tíar upp á Tour Championship í Atlanta næsta fimmtudag og er í geysigóðri stöðu til þess að hreppa 10 milljóna dollara bónusinn. En eins og framangreint sé ekki nóg. Zach fer úr 24. sætinu á heimslistanum í 12 sætið eða upp um heil 12 sæti!!!! Jim Furyk 59-maðurinn, fer úr Lesa meira
Poki Zach Johnson
Það er alltaf forvitnilegt að vita hvað sigurvegarar helstu mótaraða heims eru með í pokanum. Zach Johnson, sem vann BMW meistaramótð í Fed ExCup umspilinu í gær, mánudaginn 16. september 2013, er með eftirfarandi verkfæri í pokanum sínum: (Þess mætti geta að SeeMore pútterar eins og Zach Johnson notar fást á Hissa.is hér á landi, en það má einmitt komast á Hissa vefverslunina með því að smella á bláu Hissa auglýsinguna á forsíðu Golf 1.) Dræver: Titleist 913D2 (Mitsubishi Diamana Blue Board 73X skaft), 8.5° 5-tré: Titleist 913F (Fujikura ZCom Pro 95 skaft), 17° Blendingur: Titleist 909H (Fujikura Speeder 904HB skaft), 21° Járn: (3-9): Titleist 712U (3-járn; Mitsubishi Fubuki 500 hybrid Lesa meira
Birgir Leifur og Þórður Rafn taka þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar í Þýskalandi
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Þórður Rafn Gissurarson hefja leik í Q-school Evrópumótaraðarinnar í Fleesensee í Þýskalandi í dag. Þeir taka þátt í B-lið 1. stigs úrtökumótsins en alls fara 8 úrtökumót fram á 1. stigi – 2 mót í einu í 4 liðum A, B, C og D. Á 2. stigi úrtökumótsins fara 4 mót fram (öll á Spáni) og síðan er 3. stigið eða lokaúrtökumótið sem fram fer á PGA Catalunya golfstaðnum á Spáni. Birgir Leifur á rástíma kl. 13:10 að staðartíma (kl. 11:10 eða þegar þetta er ritað hér heima á Íslandi) og fer út af 1. teig. Þórður Rafn fór út 20 mínútum fyrr þ.e. kl. Lesa meira
Betri helmingar PGA Tour stjarnanna
Golf Digest hefir tekið saman í máli og myndum myndaseríu yfir kærestur og eiginkonur PGA Tour stjarnanna. Margar slíkar seríur hafa verið teknar saman í gegnum tíðina en í þessari nýjustu má m.a. sjá Lindsey Vonn, kærestu Tiger, Amy Mickelson, eiginkonu Phil og Paulinu Gretzky, sem trúlofuð er Dustin Johnson og fleiri frægar og ekki svo frægar konur kylfinga. Þær eru „betri helmingar“ stjarnanna og oftar en ekki betur útlítandi en sjálfar stjörnurnar og bæta því við glamúr-ímyndina af þeim út á við. Hér má sjá myndaseríu Golf Digest SMELLIÐ HÉR:
Ólafur Már hefur keppni í Q-school Evrópumótaraðarinnar í Englandi í dag
Ólafur Már Sigurðsson, GR, hefur leik á 1. stigi Q-school Evrópumótaraðarinnar í dag. Mótið sem hann tekur þátt í er í Crewe á Englandi og leikið er á golfvelli Wychwood Park. Ólafur Már á rástíma nákvæmlega við ritun þessarar fréttar kl. 8:30 að staðartíma (kl. 7:30 að hér heima á Íslandi). Fylgjast má með gengi Ólafs Más með því að SMELLA HÉR:
Zach Johnson svarar ókvæðisorðum áhorfanda
Zach Johnson sigurvegari BMW Championship 2013, útskýrði á Twitter síðu sinni af hverju hann tók áhorfenda fyrir eftir 3. hring BMW Championship á 18. flöt. Á lokaholu 3. hrings, þ.e. par-5 holu Conway Farms missti 2007 Masters risamótssigurvegarinn Zach fuglapútt og var 3 höggum á eftir forystumanni 3. hrings, Jim Furyk. Þá hrópaði einn áhorfandinn: “Zach, you suck!” (lausleg þýðing: „Zach, þú ert ömurlegur!“) Zach horfði tilbaka í áttina að áhangandanum lauk við púttið og hring sinn. Nick Watney sem var í ráshóp Zach, var heldur ekki ánægður með hvað verið var að hrópa að þeim og horfði á syndaselinn. Eftir hefðbundið handarband að leik loknum bentu leikmennirnir tveir og kylfusveinar hans Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 3. sæti fyrir lokahringinn
Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon taka þátt í William & Mary Invitational mótinu, sem fram fer á golfvelli Kingsmill Plantation, í Virginíu, dagana 15. -17. september. Leikið er á Plantation golfvellinum í Kingsmill, sem er par-71 og 5958 yarda (5448 metra) langur. Lokahringurinn verður spilaður í dag. Alls keppa lið 9 háskóla og eftir 2. dag er Sunna í 3. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deilir með Tinu Chang frá W&M háskólanum. Sunna var á sléttu pari, 71 höggi fyrsta keppnisdag en lék á 3 yfir pari, 74 höggum í gær. Sunna er því í toppbaráttunni í Virginíu og óskum við henni hér á Golf 1 góðs gengis á lokahringnum Lesa meira
Zach Johnson sigraði á BMW Championship
Það var bandaríski kylfingurinn Zach Johnson, sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW Championship. Hann lék á samtals 16 undir pari, 268 höggum (64 70 69 65). Zach Johnson átti æðislegan lokahring upp á 6 undir pari …. og það var það sem dugði! Í 2. sæti varð Nick Watney á samtals 14 undir pari eða 2 höggum á eftir Zach og í 3. sæti varð Jim Furyk á samtals 13 undir pari. Tiger fékk í bakið og gat ekki spilað sinn töfraleik var á samtals 9 undir pari og hafnaði í 11. sæti, sem hann deildi með 3 kylfingum. Til þess að sjá úrslitin á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: Til Lesa meira
Stenson brýtur dræver í reiði – Myndskeið
Henrik Stenson er skapstór kylfingur. Hann lauk keppni T-33 á BMW Championship, á samtals 1 undir pari, sem er ekkert glæsilegt …. en ekkert hræðilegt heldur. En kappinn var víst ekkert ánægður með gengið og það að vera með 74 á lokahringnum og með tvöfaldan skolla á 18. holu og fá ekki að taka þátt í Tour Championship nr. 1 á FedExCup listanum ….. dræverinn fékk að finna fyrir því. Sjá má Stenson brjóta dræver sinn í þessu myndskeiði SMELLIÐ HÉR:










