Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2013 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín á erfiðan lokahring framundan

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette taka þátt í Columbia Regional Preview, sem fram fer í The Club at Old Hawthorne, í Columbia, Missouri.

Mótið stendur yfir dagana 16.-17. september 2013 og verður lokahringurinn því spilaður í kvöld.

Þátttakendur í mótinu eru 65 frá 11 háskólum.

Haraldur Franklín er í 49. sæti í einstaklingskeppninni, átti enga draumabyrjun, lék á 77 höggum en bætti sig um 1 högg á næsta hring og er samtals á 9 yfir pari, 153 höggum (77 76)  eftir fyrri dag.   Það er því erfiður lokahringur framundan, ef ætlunin er að rífa sig upp.

Haraldur Franklín er á 2. besta skori golfliðs Louisiana Lafayette, sem vermir botnsætið í liðakeppninni. Spennandi að sjá hvort liðið verði í botnsætinu í kvöld eða nái að rífa sig upp, en róðurinn er erfiður 9 högg skilja að Louisiana Lafayette og það lið sem er næstneðst: Nebraska.

Það sem skiptir sköpum í þessu móti er að einn besti liðsmaður Louisiana Lafayette utan Haraldar Franklíns, Fernando Cruz Valle varð að hætta keppni eftir 1. hring mótsins

Til þess að fylgjast með Haraldi Franklín á Columbia Regional Preview SMELLIÐ HÉR: