Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK. Mynd: Golf1.is
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2013 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurður Gunnar í 8. sæti og Hrafn í 13. sæti í Georgíu

Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og Hrafn Guðlaugsson, GSE, tóku þátt í  Emmanuel Fall Invitational, sem fram fór í Hartwell, Georgíu, dagana 16.-17. september 2013.

Hrafn Guðlaugsson, GSE. Mynd: Faulkner

Hrafn Guðlaugsson, GSE. Mynd: Faulkner

Mótinu lauk í gær og var tveggja hringja. Þátttakendur voru 45 frá 7 háskólum.

Sigurður Gunnar lék á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (74 73) og lauk leik í 8. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi með 4 kylfingum.

Hrafn lék á 5 yfir pari, 149 höggum (71 78) og lauk leik í 13. sæti í einstaklingskeppninni,  sem hann deildi með Zach Day frá Mobile háskólanum.

Golflið Faulkner, the Falcons, lið Sigurðar Gunnars og Hrafns landaði 3. sætinu í mótinu í liðakeppninni.

Næsta mót þeirra Sigurðar Gunnars og Hrafns og Faulkner er 23. september n.k. í Tennessee.

Til þess að sjá lokastöðuna á Emmanuel Fall Invitational SMELLIÐ HÉR: