Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2013. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2013 | 12:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese luku leik í 11. sæti Ram Masters

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese tóku þátt í Ram Masters Invitational, sem fram fór á golfvelli Fort Collins Country Club, í Fort Collins, Colorado.

Mótið stóð dagana 16.-17. september og var síðasti mótsdagur því í gær. Þátttakendur í mótinu voru 84 frá 15 háskólum.

Ragnar Már lauk leik í 64. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi með 6 öðrum. Skor hans var upp á samtals 17 yfir pari, 227 höggum (73 74 80).

Ragnar Már var á 4. besta skori McNeese, sem lauk keppni í 11. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Ragnars Más og McNeese er Cardinal Intercollegiate,  í Louisville, Kentucky og fer það fram 23. -24. september n.k.

Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más og McNeese í dag SMELLIÐ HÉR: