Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 18:00

Birgir í 16. og Þórður í 20. sæti eftir 3. hring

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Þórður Rafn Gissurarson, GR, léku 3. hring í Q-school Evrópumótaraðarinnar á golfvelli Fleesensee Golf & Country Club í Göhren-Lebbin,  Þýskalandi, í dag.

Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.

Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.

Birgir Leifur lék á 70 höggum í dag og er samtals á 6 undir pari, 210 höggum (68 72 70) og er í 16. sæti sem hann deilir með 3 öðrum kylfingum.

Þórður Rafn lék á 71 höggi í dag og er 1 höggi á eftir Birgi Leif á samtals 211 höggum (71 69 71).  Hann er í 20. sæti sem hann deilir með 4 kylfingum.

Aðeins 20 komast áfram á 2. stig og óskar Golf 1 þeim Birgi Leif og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!!!

Sjá má stöðuna í Fleesensee eftir 3. hring með því að SMELLA HÉR: