Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 20:15

Evróputúrinn: 3 leiða á Opna ítalska eftir 1. dag

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Open d´Italia Lindt, sem hófst í dag og fer fram í Tórínó á Ítalíu nánar tiltekið Golf Club de Torino.

Efstir eftir 1. dag eru það 3 kylfingar sem deila forystunni: Belginn Nicolas Colsaerts, Ricardo Gonzalez frá Argentínu og Maximillian Kiefer frá Þýskalandi.   Allir léku þeir á 7 undir pari, 65 höggum.   Colsaerts fékk skolla á 1. holu sinni á hringnum (þeirri 10.) en átti eftir að ná frábærum 6 fuglum í röð. Hann vann högg á 18. holunni og átti stöðuga seinni 9, þar sem hann fékk 8 pör og fuglinn á 18.

Colsaerts sagði m.a. eftirfarandi eftir hringinn góða:

„Að frátöldum skollanum mínum á 10. holu, fyrstu holu dagsins, þá átti ég frábæra byrjun og fannst sem ég flygi á fyrri 9.“  Fljúgandi Belgi? Það er vonandi að hann haldi þessu áfram eftir þetta fljúgandi start!!!

Í 4. sæti er Marcus Fraser frá Ástralíu, aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag Open d´Italia Lindt, SMELLIÐ HÉR: