Íslenska piltalandsliðið
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 17:45

Piltalandsliðið í 4. sæti

Íslenska piltalandsliðið í golfi er í fjórða sæti á 14 höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn af þremur í undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri.

Fimm bestu skorin telja eftir hvern hring þannig að okkar strákar eru sannarlega með í báráttunni, þrjár þjóðir af ellefu komast áfram á Evrópumótið sem fram fer í Noregi að ári.

Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis léku best okkar pilta á 72 höggum eða á pari vallarins.

Sætistala og skor strákanna okkar: 

3. sæti Gísli Sveinbergsson, GK, 72 högg, par

3. sæti Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 72 högg, par

7. sæti Aron Snær Júlíusson, GKG, 73 högg, +1

36. sæti Ragnar Emil Gunnarsson, GKG, 78 högg, +6

44. sæti Birgir Björn Magnússon, GK, 79 högg, +7

60. sæti Henning Darri Þórðarson, GK,83 högg +11

Hér er hægt að sjá skor keppenda með því að SMELLA HÉR: