Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 22:30

Stenson leiðir eftir 1. dag Tour Championship

Það er Henrik Stenson sem tekið hefir forystuna á 4. og síðasta móti FedExCup umspilsins, Tour Championship, sem hófst í dag á East Lake golfvellinum í Atlanta.  Nú eru aðeins 30 bestu eftir sem keppa um 10 milljón dollara bónusinn!

Stenson lék par-70 East Lake völlinn á 6 undir pari, 64 höggum; fékk 7 fugla, 10 pör og 1 skolla.

Hér má t.a.m. sjá Stenson fá fugl á 18. holu sína á hringnum  SMELLIÐ HÉR: 

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Stenson er Adam Scott og þriðja sætinu aðeins 2 höggum á eftir á 4 undir pari eru Steve Stricker og Billy Horschel.

Tiger lék á 3 yfir pari, 73 höggum og er í næstneðsta sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Tour Championship SMELLIÐ HÉR: