Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2013 | 19:30

Stenson meiddur í úlnlið

Henrik Stenson fór út í lokaráshópnum á East Lake ásamt Tiger, með meiddan úlnlið.

Stenson sem  vann Deutsche Bank Championship í byrjun september var í 2. sæti á FedExCup listanum og því fór hann út síðastur ásamt Tiger sem var efstur í ár.

Úlnliðurinn og bólgan þráláta, sem í honum er, voru þegar farin að plaga Stenson í BMW Championship í Chicago fyrr í vikunni.

Það hefir ekki verið neinn tími til að hvíla úlnliðinn, en um það hafði Stenson m.a. eftirfarandi að segja: „Þetta er engin kjöraðstaða. Þetta er býsna sárt. En vonandi held ég út í aðra 4 daga og spila gott golf.“

„Þetta byrjaði í síðustu viku á BMW. Ég hélt að ég hefði legið á hendinni í svefni á laugardagsmorgninum. Úlnliðurinn hafði ekki haft nein áhrif á högg mín en hann varð sífellt sárari […].“

„Hvernig ég lauk keppni í Chicago var ekki gott fyrir mig, en ég hef gert það sem ég get. Ég spilaði 9 holur í gær, fyrri 9 [á East Lake] og síðan gekk ég bara seinni 9 til að líta á þær.“

Eftir að hafa sigrað á TPC Boston fyrir nokkrum vikum, þá taldi Stenson að East Lake myndi henta leik hans.

„Þetta er völlur sem ætti að henta leik mínum býsna vel,“ sagði Stenson. „Það sem af er ársins hefir árangur minn byggst á að hitta mikið af brautum og flötum og það á eftir að borga sig ef ég get gert það hér. Það eru nokkrar virkilega langar brautir og erfiðar. Flatirnar eru þrælhraðar þannig að ef maður slær niður í móti, þannig að lykillinn er að halda boltanum rétt hjá holu. Gott aðhögg borgar sig hér (á East Lake), án nokkurs vafa.“