Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 07:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 9. sæti eftir 1. dag í Ohio

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,  hóf í gær leik í á Jack Nicklaus Invitational, en leikið er á Scarlet golfvellinum hjá Ohio háskóla, í Columbus, Ohio.  Þátttakendur eru 60 frá 12 háskólum.

Mótið stendur dagana 29.-30. september  2013 og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld.

Eftir 1. dag er Guðmundur Ágúst í 36. sæti í einstaklingskeppninni, lék á samtals 152 höggum (75 77).

Hann er á 3.-4. besta skori ETSU og telur skor hans því í 9. sætis árangri ETSTU.

Spennandi að sjá í hvaða sæti Guðmundur Ágúst og ETSU liðið ljúka leik í dag!

Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs SMELLIÐ HÉR: