Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 17:45

LET: Muñoz sigraði á Lacoste!

Það var spænski kylfingurinn Azahara Muñoz sem stóð uppi sem sigurvegari á Lacoste Ladies Open de France mótinu.

Aza var á samtals 14 undir pari, 266 höggum (68 65 68 65).

Í 2. sæti voru „heimakonurnar“ Valentine Derrey og Gwladys Nocera aðeins 1 höggi á eftir.

Ein í 4. sæti varð síðan franska stúlkan Joanna Klatten á samtals 12 undir pari og í 5. sætinu var enn önnur „heimakonan“ Karine Icher en 5. sætinu deildi hún með Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku á samtals 10 undir pari.  Ein í 7. sæti varð ástralski kylfingurinn Rebecca Artis.

Hvar enduðu eiginlega Solheim Cup stjörnurnar Carlota Ciganda og Charley Hull? Jú, Ciganda deildi 8. sætinu ásamt Bree Arthur, en báðar léku á samtals 8 undir pari, hvor og Charley Hull deildi 10. sætinu ásamt Söhru Hassan frá Wales.(einu múslömsku stúlkunni á LET), á samtals 7 undir pari, 7 höggum á eftir Aza Muñoz.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lacoste Ladies Open de France mótinu, SMELLIÐ HÉR: