Golfútbúnaður: Nicklaus framleiðir golfbolta
Jack Nicklaus hefir svo sannarlega reynsluna; hann hefir líklegast spilað með flestum tegundum golfbolta, prófað þá og spilað með þeim til þess að vita hvernig hinn fullkomni golfbolti á að vera. Og nú hefir hann ákveðið að hefja framleiðslu á eiginn golfboltum. Boltar Nicklaus koma á markað í Bandaríkjunum í byrjun nóvember n.k. Þetta er lína golfbolta þar sem hver kylfingur á að finna bolta við sitt hæfi. Þrír boltar eru fáanlegir í línunni: Nicklaus Black, Nicklaus Blue og Nicklaus White. Nicklaus Black boltarnir eru hannaðir fyrir lágforgjafarkylfingana; Nicklaus Blue eru ætlaðir kylfingum með meðalforgjöf og Nicklaus White eru ætlaðir háforgjafarkylfingum. Nicklaus hefir lánað nafn sitt á ýmsar golfvörur – en Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 7. sæti
Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lauk í gær leik í á Jack Nicklaus Invitational, en leikið var á Scarlet golfvellinum hjá Ohio háskóla, í Columbus, Ohio. Þátttakendur voru 60 frá 12 háskólum. Mótið stóð dagana 29.-30. september 2013. Guðmundur Ágúst lauk leik í 39. sæti í einstaklingskeppninni, lék á samtals 228 höggum (75 77 76). Hann var á 4. besta skori ETSU og taldi skor hans því í 7. sætis árangri ETSTU í liðakeppninni. Næsta mót Guðmundar Ágústs og ETSU er Wolfpack Intercollegiate í Raleigh, Norður-Karólínu, sem fram fer dagana dagana 7.-8. október n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á Jack Niclaus Invitational SMELLIÐ HÉR:
GK: Vetraropnunartími Hraunkots
Á morgun, 1.október tekur gildi nýr opnunartími í Hraunkoti. Vetraropnunartími Hraunkots : (byrjar 1. október) Nýja æfingaskýlið er opið frá kl.10:00 en afgreiðslan og inniaðstaðan er opin samkvæmt eftirfarandi upplýsingum. Alltaf er opið í gamla skýlinu og tekur boltavélin við boltakortum og mynt. Mánudaga til fimmtudags 12:00-22:00 Föstudaga 12:00-19:00 Laugardaga 10:00-19:00 Sunnudaga 10:00-20:00 Þeir í Hraunkoti þakka fyrir samstarfið í sumar og hlakka til að sjá sem flesta i vetur.
Guan mætir Tiger og Rory
Tiger Woods og Rory McIlroy munu keppa á móti sem nefnist The Match at Mission Hills, 18 holu keppni sem fram fer eftir 4 vikur, nánar tiltekið 28. október á Blackstone golfvellinum á Mission Hills í Haikou. Þar munu núverandi og fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum keppa við hinn 14 ára Tianlang Guan í hæfileikakeppni (ens. skills challenge) rétt fyrir mótið. Tríóið mun slá golfboltum á skotmörk sem eru 50, 100 og 125 yarda, sem hluta af upphitun, skv. grein á ESPN. Kínverski strákurinn Guan, er yngsti kylfingurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð í risamóti, þ.e á Masters s.l. apríl. „Það verður gaman að sjá Tiger aftur en hann Lesa meira
7 venjur góðra kylfinga (5/8)
4. Góðir kylfingar leggja áherslu að sjá hlutina fyrir sér og fá tilfinningu fyrir hlutunum fremur en sveiflutækni. Augun eru eflaust stærsti kostur kylfingar. Bestu kylfingarnir eru alltaf að velja lítil skotmörk og ímynda sér hvernig höggið muni líta út. Hversu skýrt skotmarkið er valið og höggið er formað mun hafa gríðarlega mikil áhrif hvernig það er framkvæmt. Hvort sem verið er að æfa eða spila golf þá ætti alltaf að reyna að fá tilfinningu fyrir höggunum þ.e. t.a.m. þegar högg er dregið hvernig tilfinningin var.
GMac kvæntur maður
GMac, 34 ára þakkaði öllum á Twitter sem sendu sér og Kristin McDowell hamingjuóskar á giftingardaginn en skötuhjúin giftust á laugardaginn á eyju í Karabíahafinu. „Ég er mjög heppinn“ sagði GMac um brúðkaupsdag sinn. Fyrir brúðkaupið var kæresta Rory McIlroy búin að tvíta: „Óska Graeme og Kristínu alls hins besta – eigið frábæran dag. Eigið mörg hamingjurík ár saman sem Hr. og frú McDowell.“ Eftir athöfnina fór GMac líka beint á félagsmiðlana og tvítaði til aðdáenda sinna: „Þakka ykkur fyrir kveðjur ykkar. Kristín og ég erum mjög spennt. Þetta er nýr kafli í lífi okkar og ég er mjög heppinn maður.“ GMac og Kristín kynntust þegar hún var ráðin af Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Einarsdóttir – 30. september 2013
Það er Anna Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna er fædd 30. september 1964 og er því 49 ára í dag. Anna er í Golfklúbbi Akureyrar. Sjá má viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu Önnu til þess að óska henni til hamingju hér að neðan: Anna Einarsdóttir (Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kim Bauer, 30. september 1959 (54 ára); Nadine Handford, 30. september 1967 (46 ára) ástralskur kylfingur frá Adelaide (1993 T77 Alpine Aust Ladies) ….. og ….. Ragnheiður Elín Árnadóttir (46 ára) Þot -Bandalagþýðendaogtúlka Herdís Jónsdóttir Magnús M Norðdahl (57 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira
Hver er kylfingurinn: David Howell?
Enski kylfingurinn David Howell varð um 97 milljónum íslenskra króna ríkari eftir að sigra á Alfred Dunhill Links Championship í Skotlandi í gær. Á ferli sínum hefir hann hins vegar unnið sér inn um 1,2 milljarð íslenskra króna. Nú er Howell ekki í fréttum daglega, m.a. þar sem 7 ár eru síðan að hann vann mót á Evrópumótaröðinni síðast. Þannig að ýmsir kunna að spyrja: Hver er kylfingurinn? David Alexander Howell fæddist 23. júní 1975 í Swindon, Englandi og er því 38 ára. Hann á því sama afmælisdag og m.a. Colin Montgomerie. Ferill hans hafði fram til dagsins í gær náð einum markverðum hápunkti árið 2006 þegar hann náði að Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals luku leik í 11. sæti
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens háskóla, The Royals, luku leik í 11. sæti á Lady Bearcat Invitational, en mótið fór fram 28.-29. september 2013 á Old South Golf Links á Hilton Head Island í Suður-Karólínu og lauk því í gær. Þátttakendur voru 90 frá 18 háskólum. Íris Katla varð í 49. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (82 79). Hún var á 3. besta skori The Royals og taldi árangur hennar því í 11. sætis árangri Queens háskóla í liðakeppninni. Næsta mót Írisar Kötlu er Patsy Rendleman Invitational í boði Catawba College, en það mót stendur 14.-15. október 2013. Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind og Sunna hefja leik í Starmount mótinu í dag
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og Elon og klúbbmeistari GR 2013 Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG hefja í dag leik á Starmount Forest Tournament í Greensboro, Norður-Karólínu. Mótið stendur dagana 30. september – 1. október 2013. Þátttakendur eru rúmlega 80 frá 16 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Berglindar og Sunnu SMELLIÐ HÉR:









