Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Andri Magnússon – 29. september 2013

Það er meistarinn í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ 2013, Ingvar Andri Magnússon, sem er afmæliskylfingur dagsins.

Ingvar Andri Magnússon, GR, meistari Unglingaeinvígisins í Mosfellsbæ

Ingvar Andri Magnússon, GR, 12 ára, meistari Unglingaeinvígisins í Mosfellsbæ 2013

Ingvar Andri er fæddur 29. september 2000 og á því 13 ára afmæli í dag!!! Ingvar Andri er í  Golfklúbbi Reykjavíkur og að öðrum ólöstuðum einn alefnilegasti kylfingur landsins.  Hann hefir staðið sig framúrskarandi vel á Íslandsbankamótaröðinni í sumar og þannig varð hann stigameistari með 8855 stig í strákaflokki.

Ingvar Andri varð í 4. sæti á Íslandsbankamótaröðinni á 1. móti ársins í Þorlákshöfn; hann sigraði eftir bráðabana á Hellu á 2. mótinu; hann varð í 2. sæti á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, Íslandsmótinu í holukeppni á Leirdalsvelli; Ingvar Andri varð í 2. sæti á 4. mótinu á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ; hann varð síðan í 4. sæti á Jaðrinum á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar; hann varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleik í strákaflokki og á 7. og síðasta mótinu í Grafarholtinu varð Ingvar Andri í 2. sæti.  Allt þetta meðan hann var enn 12 ára – og að keppa við stráka allt að því 2 árum eldri!!!

Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Ingvar Andra með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu Ingvars Andra hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið ……

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Kermit Millard Zarley, Jr., 29. september 1941  (72 ára);  Vicky Fergon, 29. september 1955 (58 ára) , sigraði  CA LPGA 1979 Lady Stroh´s á sínum tíma;  Kelly Robbins, 29. september 1969 (44 ára);  Tina Fischer, Bad Nauheim, Þýskalandi, 29. september 1970  (43 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is