Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór hefja keppni í dag í Oklahoma

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ og golf lið Arkansas at Monticello háskóla hefja leik í dag á Texoma Fall Classic, en mótið fer fram í Kingston, Oklahoma.

Leikið er á Chickasaw Pointe golfvellinum, sem er par-72  völlur og u.þ.b.  7,100 yarda langur.

Mótið stendur 30. september – 1. október 2013.

Enginn tengill er á mótið en Golf 1 verður með úrslit mótsins um leið og þau liggja fyrir.