Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 16:15

Evróputúrinn: Howell og Uihlein í bráðabana um sigurinn á Alfred Dunhill

Nú á næstu mínútum ræðst hver stendur uppi sem sigurvegari á Alfred Dunhill Championship.

Það er til mikils að vinna en vinningspotturinn er  €5.000.0000.

Það eru tveir sem berjast um sigurinn Bandaríkjamaðurinn og Titleist erfinginn Peter Uihlein og „gamla brýnið“ David Howell, en báðir eru þeir búnir að spila á samtals 23 undir pari.

Howell horfði á Uihlein missa af 5 metra fuglapútti á 18. fyrir sigri og því verða þeir nú að heyja bráðabana.  Lokahringinn lék Howell á 67 höggum meðan Uihlein var á 69 höggum.

Til þess að sjá skor annarra keppenda á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: