Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 17:00

7 venjur góðra kylfinga (4/8)

3. Góðir kylfingar vinna stöðugt í grundvallaratriðunum

Góðir kylfingar skilja mikilvægi grundvallaratriða golfíþróttarinnar og hversu nauðsynleg þau eru fyrir golfsveifluna. Hvernig gripið er, hversu langt er staðið frá boltanum, hversu góð staðan er, hversu góð lega boltans er, hversu vel stillt er upp þetta er allt mun mikilvægara en bara að reyna að sveifla „rétt.“ Það þarf að vinna stöðugt í grundvallaratriðunum því það er svo auðvelt að ávinna sér slæma ávana – jafnvel bestu kylfingarnar koma sér stundum upp slæmum atriðum, sem þarf að taka á hið fyrsta til þess að þeir verði ekki að vana.