Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2013 | 17:30

Evróputúrinn: David Howell sigraði á Alfred Dunhill Links Championship

Það var David Howell, sem stóð uppi sem sigurvegari á Alfred Dunhill Links Championship.

Þetta er fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni í 7 ár.  Hann vann eftir bráðabana við Bandaríkjamanninn unga Peter Uihlein, en báðir voru á sama skori eftir hefðbundnar 72 holur, samtals 23 undir pari, hvor.

Á fyrstu holu bráðabanans misstu báðir fuglapútt sín og leikar fóru af 18. holu yfir á 1. holu. Á þeirri holu setti Howell, sem tapað hefir 4 sinnum í bráðabana, niður fuglapútt sitt af tæplega 3 metra færi, en Uihlein tapaði á pari.

Fyrir sigurinn fær David Howell € 589,561, en sigurpotturinn í mótinu var € 5.000.000,-  Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2006 að Howell fer yfir € 1.000.000 (165 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé á einu keppnistímabili.  Á ferli sínum hefir Howell samtals unnið sér inn                      € 12 milljónir.

Í 3. sæti í mótinu urðu Tow Lewis og Shane Lowry á samtals 22 undir pari, hvor, 1 höggi á eftir Howell og Uihlein.

Til þess að sjá lokastöðuna á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta á lokadegi Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: