Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2013 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 7. sæti

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,  lauk í gær leik í á Jack Nicklaus Invitational, en leikið var á Scarlet golfvellinum hjá Ohio háskóla, í Columbus, Ohio.  Þátttakendur voru 60 frá 12 háskólum.

Mótið stóð dagana 29.-30. september  2013.

Guðmundur Ágúst lauk leik í  39. sæti í einstaklingskeppninni, lék á samtals 228 höggum (75 77 76).

Hann var á 4. besta skori ETSU og taldi skor hans því í 7.  sætis árangri ETSTU í liðakeppninni.

Næsta mót Guðmundar Ágústs og ETSU er Wolfpack Intercollegiate í Raleigh, Norður-Karólínu, sem fram fer dagana dagana  7.-8. október n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Jack Niclaus Invitational SMELLIÐ HÉR: