Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals luku leik í 11. sæti

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens háskóla, The Royals, luku leik í 11. sæti á Lady Bearcat Invitational, en mótið fór fram 28.-29. september 2013 á Old South Golf Links á Hilton Head Island í Suður-Karólínu og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 90 frá 18 háskólum.

Íris Katla varð í 49. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (82 79).

Hún var á 3. besta skori The Royals og taldi árangur hennar því í 11. sætis árangri Queens háskóla í liðakeppninni.

Næsta mót Írisar Kötlu er Patsy Rendleman Invitational í boði Catawba College, en það mót stendur 14.-15. október 2013.

Til þess að sjá lokastöðuna í Lady Bearcat mótinu SMELLIÐ HÉR: