Afmæliskylfingur dagsins: Phill Hunter ——— 2. október 2013
Það er Phill Hunter, golfkennari í MP Golf Academy hjá Golfklúbbnum Oddi (GO) sem er afmæliskylfingur dagsins. Phill er breskur, fæddist 2. október 1964 og er því 49 ára í dag. Hann er kvæntur og á 1 strák. Phill hefir yfir 29 ára reynslu af golfkennslu. Á árunum 1983-1986 vann hann við Wath Golf Club og á árunum 1986-1988 við Grange Park Golf Club í Englandi. Hér á landi var Phill golfkennari hjá GR 1988-1991 og hjá GS 1992-1996 auk þess sem hann þjálfaði unglingalandsliðið á þessum árum. Phill og fjölskylda bjuggu síðan um 11 ára skeið í Þýskalandi þar sem hann var yfirgolfkennari við Golfclub Haus Kambach í Eschweiler. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk leik á besta skori Nicholls í Texas
Andri Þór Björnsson, GR og Ragnar Már Garðarsson , GKG, tóku báðir þátt í Huskies Invitational mótinu í Houston, Texas. Mótið stóð dagana 30. september -1. október 2013 og lauk í gær. Þátttakendur voru 75 frá 13 háskólum. Andri Þór og golflið Nicholls höfnuðu í 7. sætinu í mótinu í liðakeppninni og var Andri Þór á besta skori liðsins. Hann lék samtals á 217 höggum (71 74 72). Ragnar Már og McNeese luku keppni í 4. sæti í liðakeppninni en Ragnar Már var á 5. og lakasta skori liðsins og taldi það ekki í árangri liðsins. Ragnar Már lék á samtals 227 höggum (74 78 75) og bætti sig um 3 högg Lesa meira
Daly bregðst ekki!
Á golffjölmiðlum gengur nú fjölunum hærra myndskeið þar sem maður leggst á jörðina, setur tí upp í munninn af sér og biður síðan til Guðs að stórkylfingurinn John Daly sé það nákvæmur að hann dúndri ekki í hausinn á viðkomandi, sjá með því að SMELLA HÉR: Þessi leikur er stórhættulegur og ALLS EKKI til eftirbreytni!!! Alls kyns slys hafa orðið við fífldirfsku sem þessa, tíið hefir t.d. stungist upp í tungu mannsins sem stakk því upp í sig, menn hafa fengið blóðnasir, menn hafa verið nefbrotnir og þaðan af verra. Þetta leiðinda„stunt“ komst fyrst í hámæli þegar háðfuglinn og golfþáttarstjórnandinn Feherty skoraði á Daly að nota sig sem lifandi tí Lesa meira
Olesen í 1. skipti í Seve Trophy
Thorbjörn Olesen tekur í 1. skipti þátt í Seve Trophy – en liðsskipan sérstaklega liðs Breta&Íra komst í fréttirnar þar sem það lið teflir ekki fram sínum sterkustu mönnum þ.e. mönnum á borð við Rory McIlroy, Justin Rose, Ian Poulter, Lee Westwood o.fl. Eins er lið Meginlandsins ekki skipað sterkustu mönnum þar sem m.a. Sergio Garcia vantar. En eins dauði er annars brauð … þó engin hafi dáið hér. Fjöldi frambærilegra kylfinga fær nú tækifæri til að stíga sín fyrstu spor í Seve Trophy. Olesen er einn þeirra en sérlega minnisstæð á árinu er glæsiframmistaða hans á The Masters risamótinu. Aðrir sem eru nýir í liði Meginlandsins eru Hollendingurinn Joost Luiten Lesa meira
7 venjur góðra kylfinga (6/8)
5. Góðir kylfingar vinna í rútínu, sem þeir endurtaka aftur og aftur. Allir topp-kylfingar heims eiga sér sína rútínu áður en högg er slegið. Þessa rútínu endurtaka þeir fyrir hvert högg og rútínan er alltaf sú sama. Rútínan er sú sama alveg ofan í fjölda æfingavagga sem tekin eru áður en slegið er af teig. Það er ofboðslega gaman að fylgjast með þeim allra bestu og venjum þeirra áður en högg eru tekin ….. reyndar misjafnlega, ofboðslega gaman t.a.m. er heldur þreytandi t.d. að horfa á Kevin Na og þann mikla fjölda æfingavagga, sem hann tekur áður en hann lætur loks vaða með drævernum. Annar sem á það til að Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Dagur Ebenezers og Tómas Hallgríms – 1. október 2013
Það eru Tómas Hallgrímsson og Dagur Ebenezersson, sem eru afmæliskylfingur dagsins. Tómas er fæddur 1. október 1963 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Tómas hefir tekið þátt í fjölda opinna móta m.a. marsmótinu í Sandgerði nú í ár og hefir staðið sig vel. Tómas er með 16,7 í forgjöf. Komast má á facebooksíðu Tómasar til þess að óskar honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Tómas Hallgrimsson · (50 ára – Innilega til hamingu með afmælið!!!) Dagur er fæddur 1. október 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Kili og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Golf Lesa meira
GKG hafnaði í 8. sæti á EM klúbbliða
Evrópukeppni klúbbliða lauk s.l. laugardag, 28. september á St. Sofia vellinum í Búlgaríu, og höfnuðu GKG sveit kvenna í 8. sæti. Stelpurnar náðu sér ekki almennilega á strik og fóru úr 5. sætinu í það 8., þar sem þær léku á 154 höggum í dag, en fyrstu tvo á 144 og 143. Engu að síður mjög flottur árangur hjá stelpunum. Ingunn (Gunnarsdóttir) lék á 75 í dag en Ragna (Ólafsdóttir) og Gunnhildur (Kristjánsdóttir) báðar á 79. Gunnhildur náði 11. sæti í einstaklingskeppninni sem er vel að verki staðið á 71-68-79, samtals 5 höggum yfir pari. Það var Daninn Nanna Madsen sem náði ótrúlega góðu skori -15, og sigraði í einstaklingskeppninni. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór á besta skori Nicholls eftir 1. dag í Texas
Andri Þór Björnsson, GR og Ragnar Már Garðarsson , GKG, taka báðir þátt í Huskies Invitational mótinu í Houston, Texas. Mótið stendur dagana 30. september-1. október 2013 og verður lokahringurinn því leikinn í dag. Þátttakendur eru 75 frá 13 háskólum. Eftir fyrsta dag eru Andri Þór Björnsson og golflið Nicholls í 7. sætinu í mótinu í liðakeppninni og þar er Andri Þór á 1.-2. besta skori liðsins. Hann hefir leikið fyrstu tvo hringina, sem spilaðir voru í gær á samtals 145 höggum (71 74). Ragnar Már og McNeese eru í 4. sæti í liðakeppninni en Ragnar Már er á 5. og lakasta skori liðsins og telur það ekki í árangri liðsins. Ragnar Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 12. sæti eftir 1. dag á sterku móti
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR er í 12. sæti í einstaklingskeppni á sterku háskólamóti þar sem þátttakendur eru 84 frá 18 háskólum – Starmount Forest Tournament, í Greensboro, Norður-Karólínu. Lokahringurinn verður leikinn í dag. Sunna lék á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (71 76) fyrri daginn. Hún er á besta skori Elon, sem er í 9. sæti í liðakeppninni. Berglind Björnsdóttir, klúbbmeistari GR 2013, tekur einnig þátt í mótinu og er sem stendur í 28. sætinu, lék fyrstu tvo hringina, fyrri daginn á samtals 151 högg (73 78). Hún er á næstbesta skori UNCG, sem er í 12. sæti í liðakeppninni. Golf 1 vonar að Lesa meira
Rory skrifar aðdáenda bréf
Rory McIlroy er e.t.v. ekki vinsælasti kylfingurinn um þessar mundir – árið hjá honum búið að vera hræðilegt og svo tekur hann ekki þátt í sumum mótum t.a.m Seve Trophy sem ekki fellur í góðan jarðveg. En það er einn aðdáandi sem er yfir sig ánægður með Rory. Það er Michal Crew frá Indiana í Bandaríkjunum , sem sá Rory þegar hann vann BMW Championship árið 2012 í Crooked Stick. Crew er líka mikill aðdáandi Upper Deck, sem framleiðir allskyns golfminisgripi þ.á.m. einskonar kort fyrir golfaðdáendur, sem þeir geta rétt stjörnum sínum til áritunar. Svo vill til að Rory er með styrktarsamaning við Upper Deck. Venjulegast skrifa golfstjörnur aðeins nöfnin Lesa meira









