Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 10:00

Hver er kylfingurinn: David Howell?

Enski kylfingurinn David Howell varð um 97 milljónum íslenskra króna ríkari eftir að sigra á Alfred Dunhill Links Championship í Skotlandi í gær.  Á ferli sínum hefir hann hins vegar unnið sér inn um 1,2 milljarð íslenskra króna. Nú er Howell ekki í fréttum daglega, m.a. þar sem 7 ár eru síðan að hann vann mót á Evrópumótaröðinni síðast.  Þannig að ýmsir kunna að spyrja: Hver er kylfingurinn?

David Alexander Howell fæddist 23. júní 1975 í Swindon, Englandi og er því 38 ára. Hann á  því sama afmælisdag og m.a. Colin Montgomerie. Ferill hans hafði fram til dagsins í gær náð einum markverðum hápunkti árið 2006 þegar hann náði að verða meðal efstu 10 kylfinga heimslistans það ár, að vísu í stuttan tíma.  Kona Howell heitir Emily og þau eiga soninn Freddie George.

David  og Emily Howell

David og Emily Howell

Howell var í Broome Manor Golf Club og gerðist atvinnumaður árið 1995.  Hann vann the Australian PGA Championship árið 1998 og árið 1999 sigraði hann á Dubai Desert Classic. Síðan var rólegt um Howell næstu 6 árin, en hann var þó í góðu formi og bætti sig stöðugt. Reyndar svolítið skrítið með Howell hann virðist koma fram á sjónarsviðið svona á 6-7 ára fresti. Hann var í 10. sæti á stigalista Evrópu árið 2004 og árið 2005 var jafnvel enn betra. Um vorið 2005 náði hann 2. sætinu 2. árið í röð á tveimur mótum The Daily Telegraph Dunlop Masters og the Nissan Irish Open, og í ágúst það ár  vann hann  the BMW International Open. Um haustið 2005 var Howell meðal efstu 20 á heimslistanum.

David Howell eftir sigurinn á 1. HSBC mótinu 2005

David Howell eftir sigurinn á 1. HSBC mótinu 2005

Í nóvember 2005 vann Howell fyrsta  HSBC Champions mótið sem haldið var, en það mót var það fyrsta á 2006 keppnistímabilinu.  Með sigrinum náði hann besta árangri sínum á heimslistanum þ.e. 13. sætinu og á sínum tíma var hann sá breski kylfingur var hæst skrifaður á þeim lista og eins var þetta næstbesti árangur evrópsks kylfings á þeim tíma. Í maí 2006 eftir að hann vann the BMW Championship fór hann í fyrsta sinn á topp-10 sæti á heimslistanum og í júní það ár náði hann nýjum hæðum eða 9. sæti heimslistans.

Eftir að hafa verið í 1. sæti á stigalista Evrópu mestmegnið af árinu 2006 þá varð hann þó að sætta sig við 3. sæti listans vegna bakmeiðsla sem hrjáðu hann seinni part keppnistímabilsins og hindruðu hann í að keppa af fullum krafti 2007.

Óhætt er þó að segja að sigur Howell í gær þar sem hann vann Bandaríkjamanninn Peter Uihlein í bráðabana á 2. holu sé stærsti sigur hans til þessa.

David Howell var í 2004 sigurliði Evrópu í Ryder Cup en fyrirliði það ár var Bernhard Langer

David Howell var í 2004 sigurliði Evrópu í Ryder Cup en fyrirliði það ár var Bernhard Langer

Howell var í sigurliðum Evrópu í Ryder Cup árin 2004 og 2006 og eins var hann í liði Breta&Íra í Seve Trophy þ.e. tapliðinu árið 2000 en í sigurliðinu 2003.

Umboðsskrifstofa Howell er  International Sports Management.

Loks mætti geta að Howell vinnur af og til sem golffréttaskýrandi fyrir Sky Sports. Hann er á mjög góðum auglýsingasamningi hjá Titleist og er meðal fárra kylfinga á Evróputúrnum sem notar Titleist DT Solo boltann vegna spinn-sins sem hann fær á boltann í kringum flatirnar.  Spurning hvort Titleist samningur Howell verður endurnýjaður þegar hann fer svona illa með Titleist-erfingjann sjálfann Peter Uihlein? 🙂