Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 20:00

Guan mætir Tiger og Rory

Tiger Woods og Rory McIlroy munu keppa á móti sem nefnist The Match at Mission Hills, 18 holu keppni sem fram fer eftir 4 vikur, nánar tiltekið 28. október á Blackstone golfvellinum á Mission Hills í Haikou.

Þar munu núverandi og fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum keppa við hinn 14 ára Tianlang Guan í hæfileikakeppni (ens. skills challenge)  rétt fyrir mótið.

Tríóið mun slá golfboltum á skotmörk sem eru 50, 100 og 125 yarda, sem hluta af upphitun, skv. grein á ESPN.

Kínverski strákurinn Guan, er yngsti kylfingurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð í risamóti, þ.e á Masters s.l. apríl.

„Það verður gaman að sjá Tiger aftur en hann hefir stutt mig, s.s. eins og þegar við æfðum saman á Masters, “ sagði Guan.  „Ég hef ekki spilað með Rory áður, en við áttum skemmtilegt samtals á the Masters og hann gaf mér nokkur góð ráð.“

En Guan er ekki sá eini sem hlakkar til keppninnar.

„Hæfileikakeppnin við Gun ætti að verða skemmtileg,“ sagði Woods. „Ég er virkilega spenntur fyrir framtíð hans og hvað hann er að gera fyrir golfið í kÍna, þannig að það er frábært að hann keppir í The Match í Mission Hills. Ég veit að það verða margir ungir kylfingar sem fylgjast með okkur þennan dag og það er frábært að þessu hafi verið bætt við.“