Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 14:00

GMac kvæntur maður

GMac, 34 ára þakkaði öllum á Twitter sem sendu sér og Kristin McDowell hamingjuóskar á giftingardaginn en skötuhjúin giftust á laugardaginn á eyju í Karabíahafinu.

„Ég er mjög heppinn“ sagði GMac um brúðkaupsdag sinn.

Fyrir brúðkaupið var kæresta Rory McIlroy búin að tvíta: „Óska Graeme og Kristínu alls hins besta – eigið frábæran dag. Eigið mörg hamingjurík ár saman sem Hr. og frú McDowell.“

Eftir athöfnina fór GMac líka beint á félagsmiðlana og tvítaði til aðdáenda sinna: „Þakka ykkur fyrir kveðjur ykkar. Kristín og ég erum mjög spennt. Þetta er nýr kafli í lífi okkar og ég er mjög heppinn maður.“

GMac og Kristín kynntust þegar hún var ráðin af honum til að innrétta hús hans við Lake Nona í Flórída.

Í október 2012 tilkynntu þau síðan um brúðkaupsdag sinn eftir að Opna bandaríska risamótsstjarnan (GMac) hafði beðið Kristín í Dubaí.

Hjónin nýbökuðu munu halda upp á brúðkaupið í Portrush á Norður-Írland.