GA: Úrslit í Sumargleðinni
Sunnudaginn s.l. 29. september 2013 dag fór fram Sumargleði Advanía, Domino´s, Danól, GA & Coca Cola á Jaðarsvelli á Akureyri Fín þátttaka var í Sumargleðinni í dag þrátt fyrir lágt hitastig, mót þetta er til styrktar unglingastarfi GA og er að jafnaði eitt af fyrstu mótum sumarsins en vegna aðstæðna í veðurfari í vor og framan af sumri þá var mótinu frestað. Keppt var í opnum flokki og unglingaflokki, og var fyrirkomulagið punktakeppni. Einnig var keppt um besta skor í báðum flokkum. Nándarverðlaun voru á 4, 11 og 18 braut fyrir hvorn flokk fyrir sig. Úrslit í því að vera næstur holu voru eftirfarandi: Nándarverðlaun unglinga á 4. braut: Stefán Lesa meira
Mickelson réð borðtennisþjálfara
Eitt af því sem stórstjörnurnar í golfheimnum gera til að slaka á er að spila borðtennis og …… búið er að koma borðtennisborði fyrir í liðsherbergi liðs Bandaríkjanna í Forsetabikarnum. S.l. ár hefir Matt Kuchar farið með sigur af hólmi í innbyrðis keppnum bandarísku golfstjarnanna, þó Mickelson og Tiger hafi á undanförnum árum látið hann hafa fyrir sigrunum. Á þessu ári er Mickelson ákveðinn að vinna borðtenniskeppnina óopinberu gegn liðsfélögum sínum í bandaríska liðinu í Forsetabikarnum og hefir í því skyni ráðið sér sérstakan borðtennisþjálfara. „Það hafa birtst fréttir af því að ég hafi verið í borðtennistímum fyrir þetta mót (Forsetambikarinn) og þessar fréttir eru réttar,“ sagði brosandi Mickelson . Lesa meira
PGA á Íslandi tekur þátt í the Nordic Golf Fair
PGA á Íslandi tekur nú þátt með öllum PGA félögunum á Norðurlöndunum í the Nordic Golf Fair sem haldin er í Malmö dagana 2. til 4. október. Yfir 70 fyrirtæki kynna það allra nýjasta í golfheiminum. Á sýningunni mun m.a. Edward Kitson framkvæmdastjóri Ryder Cup halda fyrirlestur um hvað þurfi til við að halda einn af stærstu íþróttarviðburðum í heimi. PGA á Íslandi hefur jafnramt átt frumkvæði í því að efla samvinnu PGA landanna á Norðurlöndum. Munu formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaganna nýta tækifærið og funda um þau málefni á sýningunni. Markmiðið er að efla og samhæfa golfkennsluna á Norðurlöndum. Rætt verður meðal annars um það að víkka út hlutverk sýningarinnar ogsamhliða henni halda ráðstefnu sérsniðna að Lesa meira
7 venjur góðra kylfinga (7/8)
6. Góðir kylfingar vita hvernig á að róa sig niður þegar pressan er á þeim. Allra bestu kylfingar búa yfir kraftmikilli tækni til að róa sig til þess að koma í veg fyrir að smá taugatitringur þróist í skelfingu sem hefir neikvæð áhrif á frammistöðu þeirra. Það eru næstum jafnmargar aðferðir til að róa taugarnar og kylfingar eru margir og hver verður að finna sína tækni. Mjög algeng aðferð til að róa taugarnar er að þjálfa með sér öndunartækni sem sérstaklega er ætluð kylfingum, hugsa ákveðnar jákvæðar hugsanir eða hverfa í huganum að róandi stað milli þess sem slegið er. T.a.m. eru til ágætis geisladiskar sem Hörður Þorgilsson, sálfræðingur kom Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og the Falcons luku leik í 5. sæti í Tennessee
Klúbbmeistari GA 2013, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og the Falcons, golflið Pfeiffer háskólans luku í gær leik á King University, Invitational en mótið fór fram í Bristol, Tennessee og stóð dagana 30. september – 1. október 2013. Þátttakendur voru 42 frá 8 háskólum. Stefanía Kristín lék á samtals 34 yfir pari, 176 höggum (87 89) og hafnaði í 30. sæti í einstaklingskeppninni. Stefanía Kristín var á 3. besta skori í liði sínu sem taldi í 5. sætis árangri The Falcons. Næsta mót Stefaníu Kristínar og The Falcons golfliðs Pfeiffer háskólans er Myrtle Beach Intercollegiate, sem fram fer í Suður-Karólínu dagana 7. -8. október n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á King University Invitational SMELLIÐ Lesa meira
Spieth og Stricker mæta Els og de Jonge
Ýmsar skemmtilegar paranir eru í Forsetabikarnum sem hefst á morgun. Svo virðist sem nýliðarnir og „villtu kort“ fyrirliðanna hafi verið paraðir með sjóuðum reynsluboltum; Jordan Spieth í liði Bandaríkjanna með einum viðkunnanlegasta náunganum á PGA Tour Steve Stricker og Brendon de Jonge frá Zimbabwe með „manninum með mjúku sveifluna“ Ernie Els í Alþjóðaliðinu. Þegar er farið að spá og spekúlera hvor samsetningin muni hafa betur í viðureign gegn hinni og eru flestir á því máli að Spieth og Stricker standi uppi sem sigurvegarar. Önnur með athyglisverð pörun eru Tiger og Kuch (þ.e. Matt Kucher) en langflestir spá þeim sigri gegn nýliðanum Marc Leishman og gamla brýninu Angel Cabrera í Alþjóðaliðinu. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ari lauk leik á næstbesta skori Arkansas Monticello í Oklahoma
Þeir Ari Magnússon, GKG og Theodór Karlsson, GKJ og golflið Arkansas Monticello, tóku þátt í Texoma Championship, sem fram fór í Kingston, Oklahoma, dagana 30. september – 1. október 2013 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 46 frá 8 háskólum. Ari lauk leik á 2. besta skori golfliðs Arkansas Monticello en hann spilaði á samtals 23 yfir pari, 239 höggum (76 83 80) og deildi 27. sætinu í einstaklingskeppninni. Theodór deildi 35. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 28 yfir pari, 244 höggum (79 81 84) og var á 4. besta skori Arkansas Monticello. Lið Arkansas Monticello vermdi 8. og botnsætið í mótinu. Næsta mót þeirra Ara og Theodórs og Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Marc Leishman?
Marc Leishman er nafn sem ekki öllum golfáhugamanninum er kunnugt, ekki nema kannski þeim sem fylgjast hvað best með. Nú í vikunni kann það að breytast en Leishman er hitt „villta kortið“ þ.e. val fyrirliða Alþjóðaliðsins, Nick Price, í Forsetabikarnum, en keppnin hefst einmitt á morgun í Ohio. Golf 1 hefir verið að kynna „villtu kort“ þeirra Fred Couples, Webb Simpson og Jordan Spieth Sjá hér: Hver er kylfingurinn: Jordan Spieth? Hver er kylfingurinn Webb Simpson I?; Hver er kylfingurinn Webb Simpson II? og Hver er kylfingurinn Webb Simpson III? Eins er Golf 1 búið að kynna annað villta kort Nick Price, Sjá hér: Hver er kylfingurinn: Brendon de Jonge? Lesa meira
Ólafur Björn á 4 undir pari eftir 2. dag 1. stigs úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi (heimavelli Andreu Ásgrímsdóttur, golfkennara). Ólafur Björn er búinn að leika fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 2 undir pari, 140 höggum (73 67). Hann er sem stendur í 20. sæti og eins og staðan er núna kominn áfram á 2. stig úrtökumótsins. Enn er þó eftir að leika 2 hring, en árangurinn er engu að síður stórglæsilegur. Á hringnum í dag, sem Ólafur Björn lék á stórglæsilegum 4 undir pari, 67 höggum, fékk Ólafur Björn 7 fugla og 3 skolla. Eftir að allir höfðu komið í hús var Ólafur Björn jafn 4 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon luku leik í 9. sæti á Starmount Forest mótinu
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og Elon og klúbbmeistari GR 2013 Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG luku í gær leik á Starmount Forest Tournament í Greensboro, Norður-Karólínu. Mótið stóð dagana 30. september – 1. október 2013. Þátttakendur voru rúmlega 80 frá 16 háskólum. Sunna varð í 17. sæti í einstaklingskeppninni, lék hringina 3 á samtals 222 höggum (71 76 75) og var á besta skorinu í liði Elon, sem hafnaði í 9. sæti í liðakeppninni. Berglind var á 2. besta skori UNCG lék á samtals 231 höggi (73 78 80) og lauk leik í 38. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð UNCG í 16. og síðasta sæti. Sunna og Elon keppa Lesa meira









