Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2013 | 07:00

GA: Úrslit í Sumargleðinni

Sunnudaginn s.l. 29. september 2013 dag fór fram Sumargleði Advanía, Domino´s, Danól, GA & Coca Cola á Jaðarsvelli á Akureyri

Fín þátttaka var í Sumargleðinni í dag þrátt fyrir lágt hitastig, mót þetta er til styrktar unglingastarfi GA og er að jafnaði eitt af fyrstu mótum sumarsins en vegna aðstæðna í veðurfari í vor og framan af sumri þá var mótinu frestað.

Keppt var í opnum flokki og unglingaflokki, og var fyrirkomulagið punktakeppni. Einnig var keppt um besta skor í báðum flokkum.

Nándarverðlaun voru á 4, 11 og 18 braut fyrir hvorn flokk fyrir sig.

Úrslit í því að vera næstur holu voru eftirfarandi:

Nándarverðlaun unglinga á 4. braut: Stefán Einar SIgmundsson 0,88 m

Nándarverðlaun í opnum flokki á 4. braut: Hallur Guðmundsson 2,86 m

Nándarverðlaun unglinga á 11. braut: Andri Snær Sævarsson 1.44 m Enginn úr opna flokknum var á flöt á 11. braut.

Nándarverðlaun í opnum flokki á 18. braut: Ólafur Gylfason 1,81 m Enginn úr unglingaflokknum var með mælingu á 18. flöt.

Opinn flokkur:

1. sæti – Ólafur Gylfason 38 punktar

2. sæti – Anton Ingi Þorsteinsson 36 punktar, Anton var með 19 punkta á seinni 9

3. sæti – Jón Sigurpáll Hansen  36 punktar, Jón var með 18 punkta á seinni 9

Besta skor: Ólafur Gylfason 71 högg

Unglingaflokkur:

1. sæti – Lárus Ingi Antonsson 32 punktar

2. sæti – Andri Snær Sævarsson 29 punktar, hann var með 17 punkta á seinni 9

3. sæti – Stefán Einar Sigmundsson 29 punktar, 14 punkta á seinni 9

Besta skor Víðir Steinar Tómasson á 82 höggum. Víðir fór í bráðabana við Kristján Benedikt um 1 sætið – fóru þeir á 18 holu og skildu jafnir eftir eina umferð og var ákveðið að setja fyrir þá þraut við 18 flöt til að fá úrslit og hafði Víðir betur.

GA þakkar styrktaraðilum, Advanía, Danól, Domino´s og Vífilfelli fyrir þeirra stuðning og þátttakendum fyrir flott mót.

Heimild: Vefsíða GA