Stricker við Spieth: „Jæja, hvenær ætlar þú að byrja að spila?“ – Myndskeið
Flestum ber saman um að nýliðinn í liði Bandaríkjanna, Jordan Spieth hafi náð að spila einstaklega vel með Steve Stricker…. á 1. hring Forsetabikarsins, en þeir nældu sér í sigurstig gegn Els/de Jonge í Alþjóðaliðinu. Svo vel léku þeir Spieth/Stricker að þeir spila aftur saman í dag, enda frábær skemmtun að fylgjast með þeim. Spieth og Stricker léku eins og segir á móti reynslumesta manni Alþjóðaliðsins Ernie Els og nýliðanum Brendon de Jonge. Spieth byrjaði óvenjuilla miðað við þá gífurlegu golfhæfileika sem strákurinn hefur og hann sagði að eftir smátíma hafi Stricker komið upp til sín og spurt: „Jæja, hvenær ætlar þú að byrja að spila?“ Allt í góðu – Lesa meira
Alþjóðaliðið kemur á óvart með 2,5 vinning – Hápunktar 1. dags – Myndskeið
Eftir fyrsta daginn í Foretabikarnum eru Bandaríkin yfir með 3,5 vinning en Alþjóðaliðið kemur á óvart fyrir hversu naumur munurinnn er á liðunum, þ.e. Alþjóðaliðið er með 2,5 vinning. Staðan sem sagt 3,5-2,5 fyrir Bandaríkin en munurinn mjór. Hetjur Alþjóðaliðsins í gær voru Jason Day og Graeme DeLaet sem báru sigur úr býtum gegn þeim Hunter Mahan og Brandt Snedeker, 1&0 og síðan suður-afríska teymið Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem unnu góðan sigur gegn þeim Keegan Bradley og Phil Mickelson 2&0. Leikur Adam Scott og Hideki Matsuyama gegn Bill Haas og Webb Simpson féll á jöfnu. Alþjóðaliðið því með 2,5 vinning Leikir Bandaríkjamanna sem unnust voru e.t.v. fremur Lesa meira
Ólafur Björn í 20. sæti fyrir lokhring úrtökumótsins í Hardelot
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi (heimavelli Andreu Ásgrímsdóttur, golfkennara). Ólafur Björn er búinn að leika fyrstu þrjá hringi mótsins á samtals 2 undir pari, 212 höggum (73 67 72). Til þess að sjá stöðuna í úrtökumótinu í Hardelot eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: Á facebook síðu sína ritaði Ólafur Björn: „Lék þriðja hringinn á 72 (+1) höggum í Frakklandi í dag. Ég er nokkuð sáttur við spilamennskuna en það var erfitt að spila þar sem það rigndi hressilega á okkur á hringnum. Leik var síðan frestað rétt áður en lokahollið náði að klára. Ég sló betur í Lesa meira
LPGA: Korda og Choi efstar á Reignwood Classic
Í dag hófst Reignwood Classic mótið í Pine Valley golfklúbbnum í Peking, Kína. Allir helstu kvenkylfingar heims taka þátt. Eftir 1. dag leiða tékknesk/bandaríski kylfingurinn Jessica Korda og Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu. Báðar eru þær búnar að spila á 9 undir pari, 64 höggum. Þriðja sætinu deila þrjár: Stacy Lewis, Hee Kyung Seo og Hee Young Park, heilum 4 höggum á eftir forystunni á 5 undir pari, 68 höggum, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
3 1/2 – 1 1/2 fyrir Meginlandið á Seve Trophy – Hápunktar 1. dags – Myndskeið
Paul Lawrie og Stephen Gallacher voru þeir einu í liði Breta& Íra, sem unnu leik í dag gegn sterku liði Meginlandsins, sem kannski er að snúa gæfunni sér í vil eftir að hafa aðeins 1 sinni tekist að sigra í 7 viðureignum við Breta&Íra og það í upphafskeppninni árið 2000. Paul Casey og Simon Khan rétt tókst að halda jöfnu gegn þeim Matteo Manassero og Francesco Molinari. Aðrir leikir liðs Meginlandsins unnust. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Seve Trophy SMELLIÐ HÉR: Til að sjá hápunkta 1. dags á Seve Trophy SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Íris Dögg og Fred Couples – 3. október 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru Fred Couples og Íris Dögg Steinsdóttir. Couples er fyrirliði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum, sem Bandaríkjamenn reyna nú að einbeita sér að eftir tapið í Rydernum. Fred er fæddur 3. október 1959 og því 54 ára í dag. Couples gerðist atvinnumaður í golfi 1980 og hefir unnið 55 mót, þ.á.m. 15 á PGA Tour og þ.á.m. 1 risamót fyrir rúmum 20 árum, þ.e. the Masters 1992. Hann hefir löngum verið uppáhald golfaðdáenda um allan heim. Hvað skyldi Couples vilja í afmælisgjöf? Sigur? Íris Dögg Steinsdóttir er fædd 3. október 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag! Hún er í Golfklúbbi Suðurnesja. Komast má á facebook Írisar Daggar til Lesa meira
Spieth með ás á æfingu!
Jordan Spieth, nýliðinn í Forsetabikarsliði Bandaríkjanna fór holu í höggi í gær á æfingu fyrir aðalkeppni Fosetabikarsins, sem hefst í dag. Höggið góð sló hann á par-3 12. holu Muirfield Village í Ohio. Hann sagðist hafa séð Tiger draga upp 8-u stuttu áður, þannig að hann taldi líklegast að mjúkt högg hans með 7-unni myndi koma boltanum nálægt holu. Hann sagði að boltinn hefði komið niður fyrir framan holuna og hann hefði fyrst ekki talið að hann færi í holu. Það tók smá tíma að átta sig á því en síðan brutust út gífurlega fagnaðarlæti áhorfenda og gleðin mikil meðal liðsfélaga Spieth -, Kucher, Stricker og Tiger. Vá ekkkert smá Lesa meira
LPGA: Reignwood Classic hófst í dag
Allir bestu kvenkylfingar heims eru nú samankomnir í Kína þar sem þeir taka þátt í Reignwood Classic mótinu, sem haldið er í fyrsta sinn í ár. Meðal þátttakenda eru nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Yani Tseng, norska frænka okkar Suzann Pettersen og hin unga bandaríska Jessica Korda. Mótið er kærkomin viðbót við dagskrá kvenkylfinga. Til þess að fylgjast með gengi bestu kvenkylfinga heims á Reignwood á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Viðtöl við fyrirliða Seve Trophy
Hér að neðan eru myndskeið með fyrirliðum í Seve Trophy 2013; annars vegar José María Olázabal fyrir lið Meginlandsins og hins vegar Sam Torrance sem er fyrirliði liðs Breta&Íra. Olázabal segir m.a. að mikil pressa sé á liði Meginlandsins að vinna í ár, en ferillinn er ekkert sérlega góður í keppninni. Í þeim 7 viðureignum sem fram hafa farið frá árinu 2000 hefir lið Meginlandsins aðeins unnið 1 sinni þ.e. á opnunarmótinu árið 2000. Í öllum öðrum viðureignum eftir það hefir lið Breta&Íra haft betur. Til að sjá viðtal við fyrirliða liðs Meginlands Evrópu José María Olázabal SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá viðtal við fyrirliða liðs Breta&Íra Sam Torrance SMELLIÐ Lesa meira
GSS: Úrslit í Laufskálamótinu 2013
S.l. laugardag 28. september fór fram Laufskálamótið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Meðan á Laufskálamótinu stóð var m.a. veittur 30% afsláttur á golfvörum í sjoppunni á Hlíðarenda, einnig var klúbbfélögum boðið að koma með golfáhöld sem þeir voru hættir að nota og hafa á staðnum til sölu (tekin voru 5% umboðslaun sem runnu til GSS). Mikið var um óskilamuni á Hlíðarenda sem var komið fyrir í skálanum – það sem ekki var sótt var gefið í fatasöfnun Rauðakrossins eða því fargað. Starfsmaður var í skálanum frá kl.09:30 – 16:00. Þátttakendur í Laufskálamótinu í ár voru 14. Leikfyrirkomulag var punktakeppni. Úrslit mótsins voru eftirfarandi: 1 Ásmundur Baldvinsson GSS 16 F 17 16 Lesa meira










