Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2013 | 21:14

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og the Falcons luku leik í 5. sæti í Tennessee

Klúbbmeistari GA 2013, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og the Falcons, golflið Pfeiffer háskólans luku í gær leik á King University, Invitational en mótið fór fram í Bristol, Tennessee og stóð dagana 30. september – 1. október 2013.

Þátttakendur voru 42 frá 8 háskólum.

Stefanía Kristín lék á samtals 34 yfir pari, 176 höggum (87 89) og hafnaði í 30. sæti í einstaklingskeppninni.

Stefanía Kristín var á 3. besta skori í liði sínu sem taldi í 5. sætis árangri The Falcons.

Næsta mót Stefaníu Kristínar og The Falcons golfliðs Pfeiffer háskólans er Myrtle Beach Intercollegiate, sem fram fer í Suður-Karólínu dagana 7. -8. október n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á King University Invitational SMELLIÐ HÉR: