Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2013 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Marc Leishman?

Marc Leishman er nafn sem ekki öllum golfáhugamanninum er kunnugt, ekki nema kannski þeim sem fylgjast hvað best með.  Nú í vikunni kann það að breytast en Leishman er hitt „villta kortið“ þ.e. val fyrirliða Alþjóðaliðsins, Nick Price,  í Forsetabikarnum, en keppnin hefst einmitt á morgun í Ohio.

Golf 1 hefir verið að kynna „villtu kort“ þeirra Fred Couples, Webb Simpson og Jordan Spieth Sjá hér:

Hver er kylfingurinn: Jordan Spieth?

Hver er kylfingurinn Webb Simpson I?;  Hver er kylfingurinn Webb Simpson II? og Hver er kylfingurinn Webb Simpson III?

Eins er Golf 1 búið að kynna annað villta kort Nick Price, Sjá hér: Hver er kylfingurinn: Brendon de Jonge?  …  og nú er bara eftir að kynna Marc Leishman.

Marc Leishman fæddist í Warrnambool í  Victoriu, Ástralíu þann  24. október 1983 og verður því 30 ára seinna í mánuðnum.  Sem stendur spilar Leishman á PGA Tour en hann hlaut nýliðaverðlaunin á mótaröðinni árið 2009.  Hann var fyrsti Ástralinn til þess að vinna þau verðlaun.

Marc Leishman ásamt Audrey kærestu sinni

Marc Leishman ásamt Audrey kærestu sinni

Leishman átti afar farsælan áhugamannsferil í Ástralíu, þar sem hann vann mörg unglingamót. Hann varð klúbbmeistari í Warrnambool Golf Club Championship 13 ára, en hann spilaði þá í sama flokki og pabbi hans. Árið 2001 vann hann the Victorian Junior Masters, the South Australian Junior Masters og var  piltameistari Victoriu.

Leishman gerðist atvinnumaður í golfi 2005.  Hann spilaði á the Von Nida Tour árið 2006 og vann tvö mót og varð efstur á stigalista mótaraðarinnar.

Árið 2007 var Leishman nýliði á the Nationwide Tour og varð í 92. sæti á peningalistanum.  Hann vann fyrsta titil sinn á Nationwide Tour árið 2008 á  WNB Golf Classic og jafnaði  met Chris Smith með það að eiga 11 högg á næsta keppanda.  Leishman lauk árinu í 19. sæti á peningalistanum og vann kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2009.

Leishman var valinn nýliði ársins árið 2009 eftir að verða þrívegis meðal efstu 10 á mótum þ.á.m. varð hann í 2. sæti á eftir Tiger Woods á BMW Championship,  Leishman komst þ.a.l. á Tour Championship. Hann lauk árinu 2009 í 53. sætinu á peningalistanum.

Hann varð í annað sinn í 2. sæti á PGA Tour á Farmers Insurance Open árið 2010. Hann lauk árinu á topp-100 á peningalistum keppnistímabilanna  2010 og 2011. Hann spilaði á BMW Championship á báðum keppnistímabilum.

Leishman vann fyrsta mótið sitt á PGA Tour eftir að hafa leikið í 96 mótum á mótaröðinni 12. júní 2012 þegar hann sigraði  the Travelers Championship. Fyrir lokahringinn var hann 6 höggum á eftir forystunni en vann efstu menn með 1 höggi. Lokahringur hans í mótinu var einkar glæsilegur upp á 62 högg, en þar missti hann hvergi högg og fékk 8 fugla.  Þetta er besti hringur golfferils Leishman til þessa.  Hann varð 2. Ástralinn til þess að vinna mótið; en sá fyrsti var hvíti hákarlinn: Greg Norman.

Segja má að 2013 sé  ár Leishman.  Það byrjaði vel hjá honum, m.a. var hann í forystu á The Masters risamótinu eftir opnunarhringinn, ásamt Sergio Garcia. Báðir voru á 6 undir pari, 66 höggum. Fyrir lokahringinn á Masters var hann 2 höggum á eftir forystumönnunum. Hann lauk keppninni i 4. sæti, sem er besti árangur hans í risamóti til þess.

Nú í ár valdi Nick Price Leishman einnig í Alþjóðaliðið og verður að telja líklegt að með ofangreindum góðum árangri í The Masters hafi Leishman rækilega tekist að vekja athygli á sér.  En skyldu hann og De Jonge vera jafngott val og Jordan Spieth og Webb Simpson?

Það kemur í ljós nú um helgina í Forsetabikarnum, sem hefst á morgun og lýkur n.k. sunnudag.

Heimild: Wikipedia