Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2013 | 21:40

PGA á Íslandi tekur þátt í the Nordic Golf Fair

PGA á Íslandi tekur nú þátt með öllum PGA félögunum á Norðurlöndunum í the Nordic Golf Fair sem haldin er í Malmö dagana 2. til 4. október. Yfir 70 fyrirtæki kynna það allra nýjasta í golfheiminum. Á sýningunni mun m.a. Edward Kitson framkvæmdastjóri Ryder Cup halda fyrirlestur um hvað þurfi til við að halda einn af stærstu íþróttarviðburðum í heimi.

PGA á Íslandi hefur jafnramt átt frumkvæði í því að efla samvinnu PGA landanna á Norðurlöndum. Munu formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaganna nýta tækifærið og funda um þau málefni á sýningunni. Markmiðið er að efla og samhæfa golfkennsluna á Norðurlöndum. Rætt verður meðal annars um það að víkka út hlutverk sýningarinnar ogsamhliða henni halda ráðstefnu sérsniðna að þörfum PGA kennara og gefa með þeim hætti PGA kennurum á öllum norðurlöndum möguleika á að kynna sér það nýjasta í kennslufræðunum. Lykillinn að framþróun íþróttarinnar er að efla kennsluþáttinn og því væri það mikill fengur fyrir golfkennara á norðurlöndum að geta nýtt sér slíkan vettvang til að fræðast sem og deila sinni þekkingu.

Til þess að komast á heimasíðu Nordic Golf Fair SMELLIÐ HÉR: 

 Heimild: pga.is