Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2013 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Ari lauk leik á næstbesta skori Arkansas Monticello í Oklahoma

Þeir Ari Magnússon, GKG og Theodór Karlsson, GKJ og golflið Arkansas Monticello,  tóku þátt í Texoma Championship, sem fram fór í Kingston, Oklahoma, dagana 30. september – 1. október 2013 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 46 frá 8 háskólum.

Ari lauk leik á 2. besta skori golfliðs Arkansas Monticello en hann spilaði á samtals 23 yfir pari, 239 höggum (76 83 80) og deildi 27. sætinu í einstaklingskeppninni.

Theodór deildi 35. sæti í einstaklingskeppninni  á samtals 28 yfir pari, 244 höggum (79 81 84) og var á 4. besta skori Arkansas Monticello.

Lið Arkansas Monticello vermdi 8. og botnsætið í mótinu.

Næsta mót þeirra Ara og Theodórs og golfliðs Akansas Monticello er Heart of America Invitational í Warrensburg, Missouri, sem fram fer 6. október n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Texoma Championship SMELLIÐ HÉR: