Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2013 | 12:25

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon luku leik í 9. sæti á Starmount Forest mótinu

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og Elon og klúbbmeistari GR 2013 Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG luku í gær leik á Starmount Forest Tournament í Greensboro, Norður-Karólínu.

Mótið stóð dagana 30. september – 1. október 2013. Þátttakendur voru rúmlega 80 frá 16 háskólum.

Sunna varð í 17. sæti í einstaklingskeppninni, lék hringina 3 á samtals 222 höggum (71 76 75) og var á besta skorinu í liði Elon, sem hafnaði í 9. sæti í liðakeppninni.

Berglind var á 2. besta skori UNCG lék á samtals 231 höggi (73 78 80) og lauk leik í 38. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð UNCG í 16. og síðasta sæti.

Sunna og Elon keppa næst 7. október á  Lady Pirate mótinu í Greenville, Norður-Karólínu en Berglind og UNCG taka næst þátt í Landfall Classic, í Wilmington, Norður-Karólínu, en mótið fer fram 25.-27. október n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna í Starmount Forest Tournament  SMELLIÐ HÉR: