Ólafur Björn á 4 undir pari eftir 2. dag 1. stigs úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi (heimavelli Andreu Ásgrímsdóttur, golfkennara).
Ólafur Björn er búinn að leika fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 2 undir pari, 140 höggum (73 67).
Hann er sem stendur í 20. sæti og eins og staðan er núna kominn áfram á 2. stig úrtökumótsins. Enn er þó eftir að leika 2 hring, en árangurinn er engu að síður stórglæsilegur.
Á hringnum í dag, sem Ólafur Björn lék á stórglæsilegum 4 undir pari, 67 höggum, fékk Ólafur Björn 7 fugla og 3 skolla. Eftir að allir höfðu komið í hús var Ólafur Björn jafn 4 öðrum í 20. sæti.
Á heimasíðu sína ritaði Ólafur Björn:
„Lék á 67 (-4) höggum á öðrum hring hér í Frakklandi. Gífurlega ánægður með skorið enda enginn á lægra skori í dag þegar helmingurinn er kominn í hús. Þetta var baráttuhringur út í eitt en stöðugleikinn er því miður ekki nógu góður hjá mér í boltaslættinum núna. Ég hitti einungis fjórar brautir í dag þar sem dræverinn var arfaslakur. Það rigndi ágætlega á fyrstu holunum í morgun og það ruglaði aðeins taktinn í upphafshöggunum hjá mér. Hins vegar sló ég hvert frábæra höggið á eftir öðru með stuttu kylfunum og pútterinn var sjóðandi heitur. Ég kláraði hringinn með krafti með því að fá fugla á síðustu þrjár holurnar og ætla ég að taka upp þráðinn þar á morgun.
Ég ætla að nýta tímann vel milli hringja til að finna mig betur á æfingasvæðinu. Ég þarf að róa sveifluna aðeins niður, koma brattari niður á boltann og fá meiri yfirvegun yfir höggunum. Sama leikplan á morgun, en ég mun jafnvel leggja meiri áherslu á að halda boltanum í leik því ég treysti mér vel í klára dæmið á flötunum og þar í kring.
Eins og staðan er núna þá er ég jafn í 13. sæti, fjórum höggum á eftir efsta manni.“
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022