Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2013 | 20:45

Spieth og Stricker mæta Els og de Jonge

Ýmsar skemmtilegar paranir eru í Forsetabikarnum sem hefst á morgun.

Svo virðist sem nýliðarnir og „villtu kort“ fyrirliðanna hafi verið paraðir með sjóuðum reynsluboltum; Jordan Spieth í liði Bandaríkjanna með einum viðkunnanlegasta náunganum á PGA Tour Steve Stricker og Brendon de Jonge frá Zimbabwe með „manninum með mjúku sveifluna“ Ernie Els í Alþjóðaliðinu.

Þegar er farið að spá og spekúlera hvor samsetningin muni hafa betur í viðureign gegn hinni og eru flestir á því máli að Spieth og Stricker standi uppi sem sigurvegarar.

Önnur með athyglisverð pörun eru Tiger og Kuch (þ.e. Matt Kucher) en langflestir spá þeim sigri gegn nýliðanum Marc Leishman og gamla brýninu Angel Cabrera í Alþjóðaliðinu.

Aðrar paranir eru eftirfarandi:

Bill Haas og Webb Simpson gegn Adam Scott og Hideki Matsuyama.

Brandt Snedeker og Hunter Mahan  gegn  Graham DeLaet og Jason Day

Charl Schwartzel og Louis Oosthuizen gegn Keegan Bradley og Phil Mickelson.

Jason Dufner og Zach Johnson gegn Branden Grace og Richard Sterne.

Allt í allt og sem fyrr verður að telja lið Bandaríkjanna mun sigurstranglegra en Alþjóðaliðið!