Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 18:00

Evróputúrinn: Waring efstur fyrir lokahringinn á Portugal Masters

Paul Waring er efstur á Portugal Masters fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun. Waring spilaði samtals á 16 undir pari, 197 höggum (67 63 67). Fjórir eru í 2. sæti, 2 höggum á eftir á 14 undir pari, 199 höggum: Hennie Otto, Simon Thornton, Jamie Donaldson og Scott Jamieson. Til þess að sjá stöðuna á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 16:30

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest í 11. sæti eftir 1. dag Tar Heel mótsins

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest taka um þessar mundir þátt í Ruth Chris´s Tar Heel Invitational mótinu. Gestgjafi er háskólinn í Norður-Karólínu (University of North Carolina) og leikið er á Chapel Hill í Norður Karólínu. Mótið stendur dagana 11.-13. október 2013.  Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum. Eftir 1. dag er Ólafía Þórunn í 38. sæti í einstaklingskeppninni, með hring upp á 2 yfir pari, 73 högg. Ólafía Þórunn er á 3. besta skori Wake Forest, en liðið er í 11. sæti í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 16:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 1. sæti í Tennessee eftir 1. dag

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tekur nú ásamt golfliði ETSU þátt í Bank of Tennessee mótinu í Bandaríkjunum. Mótið stendur dagana 11.-13. október og leikið er á Blackthorn Club at the Ridges í Jonesborough, Tennessee. Þátttakendur eru 78 frá 14 háskólum. Eftir 1. dag er Guðmundur Ágúst í 23. sæti í einstaklingskeppninni, eftir hring upp á slétt par, 72 högg. Hann er á 4. besta skori ETSU og telur það því á 1. sætis árangri ETSU í liðakeppninni eftir 1. dag. Glæsilegur árangur það! Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 15:45

Hver er kylfingurinn: Brooks Koepka?

Brooks Koepka leiðir á Frys.com Open á PGA mótaröðinni þegar mótið er hálfnað.  Koepka er ekki mörgum íslenskum kylfingum kunnugur – hver er eiginlega kylfingurinn? Brooks Koepka fæddist í Wellington, Flórída, 3. maí 1990 og er því 23 ára.  Hann spilar í Evrópu á Áskorendamótaröðinni og Evrópumótaröðinni. Koepka spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Florida State University þar sem hann vann á 3 mótum í einstaklingskeppni og varð þrívegis All American. Hann  tók þátt í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meðan hann var enn áhugamaður árið 2012, en komst ekki í gegnum niðurskurð. Eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurð gerðist Koepka atvinnumaður og spilaði á Áskorendamótaröðinni. Hann vann fyrsta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 15:30

LPGA: Lexi efst í Malasíu eftir 3.dag

Bandaríski kylfingurinn Alexis Thompson, alltaf kölluð Lexi er efst á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu eftir þrjá keppnisdaga. Lexi er búin að spila á samtals 17 undir pari, 196 höggum (67 63 66). Lexi hefir 3 högga forystu á Ilhee Lee, sem búin er að vera í forystu fyrstu 2 keppnisdagana. Í 3. sæti eru síðan norska frænka okkar Suzann Pettersen og hin kínverska Shanshan Feng, á samtals 11 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Sime Darby LPGA Malaysia SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 10:00

PGA: Koepka efstur eftir 2. dag Frys.com Open

Það er Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sem er efstur á Frys.com Open þegar mótið er hálfnað. Koepka er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 131 höggi (67 64). Í 2. sæti 1 höggi á eftir Koepka er Jason Kokrak á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65). Í 3. sæti eru síðan Robert Garrigus og Brian Harman á samtals 9 undir pari, hvor og í 5. sæti er kongólóarmaðurinn Camilo Villegas frá Kólombíu á samtals 8 undir pari (68 66). Allt eru nöfnin sem þátt taka í mótinu fremur óþekkt nema kannski ef vera skyldi Villegas og Vijay Singh, sem eru meðal þeirra sem komust í gegnum niðurskurð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2013 | 20:00

Player:„Tiger óheppinn – Rory að koma til“

Nífaldur risamótsmeistari og frægðarhallarkylfingurinn Gary Player tjáði sig fyrir skömmu í viðtali við ESPN.com um reglubrot Tiger á árinu og erfiðleikana sem Rory McIlroy hefir átt á árinu. Player lýsti 3. höggi Tiger á par-5 15. holunni á Augusta á Masters mótinu í ár „sem einhverri mestu óheppni sem hann hefði séð á ævi sinni.“ „[Tiger] slær einhver fullkomnustu höggin,“ sagði Player. „Höggið var mjúkt. Það var hægt að sjá flaggið. Ef hann hittir þá lendir boltinn 1 meter frá holu.  Ef hann á slæmt högg, ég meina virkilega slæmt högg með sandjárni 20 fet frá holunni, þá held ég að hann hefði unnið Masters mótið.“ En bolti Tiger fór Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2013 | 19:00

Evróputúrinn: Lynn, Otto og Waring leiða eftir 2. dag á Portugal Masters

Eftir 2. dag á Portugal Masters á Oceânico Victoria golfvellinum í Vilamoura, Algarve, Portúgal eru það David Lynn, Hennie Otto og Paul Waring sem deila 1. sætinu. Allir eru þeir búnir að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum; Lynn (65 65); Otto (66 64) og Waring (67 63). Einu höggi á eftir á samtals 11 undir pari eru Chris Doak og Bernd Wiesberger. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru José Maria Olázabal, Thongchai Jaidee og Anders Hansen.  Niðurskurður var miðaður við 2 undir pari.  Meðal þeirra sem rétt náðu var Miguel Ángel Jiménez! Til þess að sjá stöðuna á Portugal Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:  Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2013 | 17:30

Afmæliskylfingar dagsins: Heiða Guðna og Michelle Wie – 11. október 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru Heiða Guðnadóttir og Michelle Wie. Báðar eru þær jafngamlar fæddar sama dag og sama ár 11. október 1989 og því báðar 23 ára í dag. Heiða er klúbbmeistari GKJ 2012 og Michelle Wie spilar á LPGA og hefir átt fremur erfitt keppnistímabil 2013. Komast má á heimasíðu Wie með því að SMELLA HÉR: og komast má á facebook síðu Heiðu Guðna til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Heiða Guðnadóttir (Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Richard Burton, f. 11. október 1907 – d. febrúar 1974 (vann m.a. Opna breska 1939);  Fred Daly, f. 11. október 1911 – d. 18. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2013 | 14:30

Golfútbúnaður: Cleveland Smart Square pútter

Rannsóknar- og þróunardeild Cleveland Golf hefir alltaf stært sig á nýjum uppfinningum sínum, sérstaklega í stutta spilinu. Meðan mörg fyrirtæki hafa reynt að setja ferkantaða stiku í kringum kringlótta holu til þess að finna rétt mið fyrir kylfinga, þá hafa þeir hjá Cleveland tekið þessu bókstaflega. Á nýja Cleveland Smart Square pútternum eru einmitt tveir ferhyrningar, sem mið á pútternum sjálfum fyrir aftan boltann, sem er ætlað að bæta mið kylfinga og nákvæmni þeirra.  Cleveland segir að þetta sé  „einfaldasta og framúrstefnulegasta mið- tækni“ sem þeir hafi nokkru sinni þróað. Með vísun til myndarinnar hér að ofan þá sýnir Cleveland okkur hugmyndina á bakvið nýjungina. Gefið er í skyn að ferhyrningarnir Lesa meira