Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2013 | 19:00

Evróputúrinn: Lynn, Otto og Waring leiða eftir 2. dag á Portugal Masters

Eftir 2. dag á Portugal Masters á Oceânico Victoria golfvellinum í Vilamoura, Algarve, Portúgal eru það David Lynn, Hennie Otto og Paul Waring sem deila 1. sætinu.

Allir eru þeir búnir að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum; Lynn (65 65); Otto (66 64) og Waring (67 63).

Einu höggi á eftir á samtals 11 undir pari eru Chris Doak og Bernd Wiesberger.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru José Maria Olázabal, Thongchai Jaidee og Anders Hansen.  Niðurskurður var miðaður við 2 undir pari.  Meðal þeirra sem rétt náðu var Miguel Ángel Jiménez!

Til þess að sjá stöðuna á Portugal Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: