Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2013 | 20:00

Player:„Tiger óheppinn – Rory að koma til“

Nífaldur risamótsmeistari og frægðarhallarkylfingurinn Gary Player tjáði sig fyrir skömmu í viðtali við ESPN.com um reglubrot Tiger á árinu og erfiðleikana sem Rory McIlroy hefir átt á árinu.

Gary Player

Gary Player

Player lýsti 3. höggi Tiger á par-5 15. holunni á Augusta á Masters mótinu í ár „sem einhverri mestu óheppni sem hann hefði séð á ævi sinni.“

„[Tiger] slær einhver fullkomnustu höggin,“ sagði Player. „Höggið var mjúkt. Það var hægt að sjá flaggið. Ef hann hittir þá lendir boltinn 1 meter frá holu.  Ef hann á slæmt högg, ég meina virkilega slæmt högg með sandjárni 20 fet frá holunni, þá held ég að hann hefði unnið Masters mótið.“

En bolti Tiger fór í stöng og endurkastaðist út í vatn. Tiger tók það sem mörgum fannst dropp andstætt golfreglum og það sem hefði auðveldlega getað endað sem fugl varð að fjórföldum skolla eftir 2 högga víti. Sá sem gerði dómurum vart um reglubrotið var sjónvarpsáhorfandi, sem Player telur að hefði aldrei átt að leyfa.

„Mér finnst ekki að Tiger hafi gert neitt rangt,“ sagði Player.

Í öðru viðtali við ESPN fyrr á árinu sagði Player að Caroline Wozniacki væri ekki rétta konan fyrir Rory McIlroy og hann var ekkert á því að bakka með það álit sitt í þessu viðtali.“

„Ef maður er ungur maður eins og Rory, getur maður ekki spilað áhyggjufullur,“ sagði Player. „Það er hvorki hægt að vera með vandamál út af umboðsmanni sínum né konunni í lífi sínu. Það verður að vera með frían hugann.  Og það er ástæðan fyrir því að Arnold [Palmer], Jack [Nicklaus] og ég unnum eitthvað um 55 risamót okkar á milli. Það var vegna þess að við áttum konur, sem voru mjög, mjög einstakar.

Gary Player og eiginkonan, sem hann elskar yfir allt.

Gary Player og eiginkonan, sem hann elskar yfir allt.

„Ég get sagt ykkur að margir þeirra atvinnumanna, sem skildu oft, náðu aldrei hápunkti sínum og því sem þeir hefðu getað afrekað ef þeir hefðu átt konur eins og við. Þannig að ég hef reynsluna og hef séð þetta. Nú held ég að hann (Rory) sé aftur á réttri leið.“ (Undarleg afstaða samt því Rory er jú enn með Wozniacki!

Þegar Player var spurður að því hvað honum finndist um að menn minnkuðu við mót sem þeir tækju þátt í líkt og Steve Stricker 2013 þá sagði Player að hann væri fylgjandi 1 í 3 reglu.

„Mér finnst að atvinnumenn ættu að leggja sig fram um, eins og við gerðum, að ef þeir leika ekki í tilteknu móti í ár, þá ættu þeir að taka þátt í því næstu 3 árin,“ sagði hann.  „Mér finnst þetta nokkuð sem ætti að taka upp.“

Hvað snerti möguleika Tiger á að jafna eða slá við risamótsmeti Nicklaus, sem vann 18 risamót, þá benti Player á að margir hefðu skoðanir á því, en of margar breytingar Tiger á sveifluþjálfurum væru ekki að hjálpa til við að Tiger næði að sigra á 15. risamótinu!

„Staðreyndin að hann er búinn að vera hjá of mörgum ólíkum sveifluþjálfurum, sem hafa veitt honum mismunandi sveifluhugmyndir (sem hafa skaðað hann),“ sagði Player. „Þegar sveiflunni er breytt svona mikið, sama hversu hæfileikaríkur viðkomandi er, þá tekur tíma að ná fram vöðvaminninu og fá það til þess að virka undir pressu.“

„(Tiger) er svo hæfileikaríkur og skuldbundinn. Ég held að hann eigi góðan möguleika á að taka fram úr Jack Nicklaus. En 5 risamót (sem Tiger á eftir að sigra) er mikið. Það er t.a.m. allur ferill (Phil) Mickelsons. Hann á eftir að spila í 40 öðrum risamótum a.m.k. svo lengi sem hnén á honum gefa sig ekki og eins lengi og hann er ómeiddur. Maður veit aldrei hvað er bakvið næsta horn. En að öllu jöfnu, þá hugsa ég að hann eigi gott tækifæri á að þetta takist hjá honum.“

Heimild: ESPN