Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 17:30

Frys.com Open í beinni

Mót vikunnar á PGA Tour er Frys.com Open. Mótið fer fram í Corde Valle GC, San Martin í Kaliforníu. Til þess að fylgjast með Frys.com Open í beinni SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Frys.com Open á skortöflu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 17:00

Evróputúrinn: David Lynn sigraði á Portugal Masters!

Það var Englendingurinn David Lynn sem stóð uppi sem sigurvegari í Vilamoura, á Portugal Masters. Hann spilaði samtals á 18 undir pari, 266 höggum (65 65 73 63). Sigurinn tryggði hann með glæsilokahring upp á 63 högg! Í 2. sæti varð Justin Walters frá Suður-Afríku aðeins 1 höggi á eftir Lynn og 3. sætinu deildu: Stephen Gallacher, Bernd Wiesberger og Paul Waring á samtals 16 undir pari, hver. Í 6. sæti urðu síðan Jamie Donaldson og Hennie Otto frá Suður-Afríku, báðir á samtals 15 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. og lokahringsins á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 14:00

LPGA: Lexi sigraði í Malasíu!

Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson frá Flórída,  sigraði á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu. Hún lék á samtals 19 undir pari, 265 höggum (67 63 66 69). Þetta er 2. sigur hennar á LPGA og fyrir hann hlaut hún $ 300.000,-  (u.þ.b. 36 milljónir íslenskra króna) og hún er aðeins 18 ára 8 mánaða og 3 daga ung!  Lexi er nú í 137. sæti yfir þá kylfinga LPGA sem unnið hafa sér inn mest verðlaunafé eða $1.555.652,- (u.þ.b. 185 milljónir íslenskra króna). Ofan á framangreint verðlaunafé stúlkuskottsins bætast þar að auki fé sem Lexi fær fyrir ábatasama auglýsingasaminga sem hún er með og tvöfalda framangreinda fjárhæð í það minnsta. Lexi var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 13:45

PGA: Koepka leiðir fyrir lokahringinn á Frys.com

Það er Brooks Koepka sem enn leiðir fyrir lokahring Frys.com Open sem leikinn verður í kvöld. Koepka er búinn að spila hringina 3 á samtals 15 undir pari, 198 höggum (67 64 67). Í 2. sæti George McNeill og Jason Kokrak 2 höggum á eftir Koepka. Spurning hvort Koepka nái að halda út og standi uppi sem sigurvegari í kvöld? Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 13:35

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 4. sæti eftir 2. dag í Tennessee

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tekur nú ásamt golfliði ETSU þátt í Bank of Tennessee mótinu í Bandaríkjunum. Mótið stendur dagana 11.-13. október og leikið er á Blackthorn Club at the Ridges í Jonesborough, Tennessee. Þátttakendur eru 78 frá 14 háskólum. Eftir 2. dag er Guðmundur Ágúst í 50. sæti í einstaklingskeppninni er búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 152 höggum (75 77). Hann er á 4. besta skori ETSU og telur það því á 4. sætis árangri ETSU í liðakeppninni eftir 2. dag. Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 13:30

Portugal Masters í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Portugal Masters. Leikið er á Oceânico Victoria golfvellinum í Vilamoura, Algarve, Portúgal ….. velli sem mörgum íslenskum kylfingnum er að góðu kunnur! Eftir þriðja dag leiðir enski kylfingurinn Paul Waring. Fylgjgast má með mótinu í beinni með því að SMELLA HÉR:  Fylgjast má með keppendum á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2013 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn T-32 eftir 2. dag Tar Heel mótsins

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest taka um þessar mundir þátt í Ruth Chris´s Tar Heel Invitational mótinu. Gestgjafi er háskólinn í Norður-Karólínu (University of North Carolina) og leikið er á Chapel Hill í Norður Karólínu. Mótið stendur dagana 11.-13. október 2013. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum. Eftir 2. dag er Ólafía Þórunn í 32. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deilir með  7  öðrum kylfingum. Hún er búin að leika á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (73 74) Ólafía Þórunn er á 3. besta skori Wake Forest, en Wake Forest deilir 9. sæti í liðakeppninni með liði gestgjafanna UNC. Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 23:00

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1 Þennan verður að segja á ensku: Question: Why do golfers wear two pairs of socks? Answer: In case they get a hole in one. Nr. 2 Náungi einn sem er orðinn ansi þreyttur á strákunum í hollinu á undan sér gengur að þeim og réttir þeim miða sem á stendur: „Ég er mál- og heyrnarlaus. Má ég nokkuð fara fram úr ykkur?“ „Farðu til fjandans“ segja þeir óvingjarnlega. „Þú getur bara beðið eins og allir hinir.“ Á næstu holu flýgur bolti í háum boga og hittir einn hægfara kylfinginn illa. Hann dettur til jarðar og veltist þar um í sársauka. Hann snýr sér síðan að teig og sér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: Jamieson næstum á 59!

Skotinn Scott Jamieson var nálægt töfratölu golfsins, sögulegum 59 höggum á Portugal Masters í dag ….. því miður varð hann að gera sér 60 högg að góðu og vermir nú 2. sætið fyrir lokahringinn ásamt 3 öðrum og er 2 höggum á eftir forystumanni dagsins Paul Waring. Hinn 29 ára Skoti (Scott Jamieson) frá Glasgow fékk 11 fugla á fyrstu 17 holum 3. hrings síns á Oceanico Victoria golfvelinum í Vilamoura og þurfti aðeins einn í viðbót á par-71 vellinum, til þess að ná í fyrstu 59-una á Evrópumótaröðinni. Aðhögg hans fór því miður yfir flötina og vipp Jamieson af 5 metra færi straukst við holuna en datt því miður ekki. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2013 | 19:10

Afmæliskylfingur dagsins: Cristie Kerr ——– 12. október 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Cristie Kerr. Cristie er fædd 12. október 1977 og því 36 ára í dag. Hún er nr. 12 á Rolex-heimslistanum yfir bestu kvenkylfinga heims. Sjá má samantekt Golf 1 yfir þennan frábæra og vinsæla kylfing með því að  SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Freydís Ágústa Halldórsdóttir (52 ára) Reynir Línberg   Dóróthea Jóhannesdóttir (19 ára) Todd Gibson (45 ára) Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir (56ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is