Módel í golfi – Myndskeið
Brasilíanska sundfatamódelið Ashley Sky er byrjuð í golfi. Sky er 22 ára og býr á Miami Beachfront í Bandaríkjunum. Fyrstu skref hennar á æfingasvæðinu voru auðvitað tekin upp og má sjá eitt myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Lee leiðir enn á 2. degi í Malasíu – Lexi komin í 2. sætið!
Ilhee Lee frá Suður-Kóreu leiðir enn á 2. degi Sime Darby LPGA Malaysia móti vikunnar á LPGA mótaröðinni. Hún er samtals búin að spila á 13 undir pari, 129 höggum (64 65). Upp í 2. sætið er Lexi Thompson búin að vinna sig upp eftir glæsihring upp á 63 högg. Hún er samtals búin að spila á 12 undir pari, 130 höggum (67 63). Í 3. sæti er kínverski kylfingurinn Shanshan Feng, sem sigraði í síðustu viku á Reignwood Classic mótinu. Hún er hefir samtals leikið á 10 undir pari, 132 höggum (67 65). Fjórða sætinu deila síðan IK Kim og Paula Creamer, báðar á 9 undir pari, hvor. Til Lesa meira
PGA: Jeff Overton leiðir eftir 1. dag Frys.com Open
Bandaríski kylfingurinn Jeff Overton leiðir eftir 1. dag Frys.com Open. Hann lék 7 undir pari, 64 höggum á hring þar sem hann fékk 1 örn og 5 fugla. Overton komst m.a. eitt sinn í fréttirnar fyrir að vera með mótþróa við handtöku, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Brian Harman. Harman er e.t.v. ekki einn af þekktustu kylfingum PGA Tour en sjá má kynningu Golf 1 á Brian Harman með því að SMELLA HÉR: Í 3. sæti eftir 1. dag er síðan Kyle Stanley á 5 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Lesa meira
Ko gerist atvinnumaður
Í viðtölum hefir golfdísin ný-sjálenska Lydia Ko lítið gefið fyrir það að hún væri að gerast atvinnumaður. Hún var fyrir stuttu valin besti áhugakvenkylfingur heims 3. árið í röð. Nú er hins vegar komið að því. Ko hefir sótt um undanþágu frá 18 ára aldurstakmarkinu að mega spila á LPGA Tour, en hún er aðeins 16 ára. Það þýðir að hún er að gerast atvinnumaður. Þrátt fyirr ungan aldur er Ko nú þegar nr. 5 á heimslista kvenna og er þegar búin að vinna 2 mót á LPGA mótaröðinni. Eins varð hún í 2. sæti á Evian Masters risamótinu. Talsmaður LPGA mótaraðarinnar staðfesti í dag að þau hefðu móttekið beiðni Lesa meira
Rory tók hring með Clinton
Rory hefir nú tekið sér gott frí frá keppnisgolfi eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Tour Championship. Engu að síður hefir hann ekki aðeins nýtt tímann til æfinga heldur spilar hann líka golf sér til skemmtunnar. Og nú í vikunni tók hann hring með fyrrum Bandaríkjaforseta Bill Clinton. Clinton hefir verið á ferðalagi í Írlandi en hann er vinsæll gestaræðumaður. Á Írlandi var hann m.a. myndaður þegar hann var að snæðingi með aðalsöngvara U2 Bono. Sjálfskipað æfingafrí Rory tekur nú bráðum endi en hann mun keppa í næstu viku á Opna kóreanska og svo tekur hann þátt í HSBC Champions heimsmótunum. Á milli þess sem hann spilar í Lesa meira
Evróputúrinn: 7 leiða á Portugal Masters eftir 1. dag
Það eru 7 kylfingar sem leiða eftir 1. dag á Portugal Masters: Felipe Aguilar, Maximilian Kiefer, Graeme Storm, Jamie Donaldson, David Lynn, Alvaro Quiros og Simon Thornton. Þeir léku allir á 6 undir pari, 65 höggum. Hópur 9 kylfinga er deilir síðan 8. sætinu einu höggi á eftir forystunni en þeirra á meðal er Julien Quesne, sem vann Italian Open Lindt í síðasta mánuði. Þrettán kylfingar léku síðan á 4 undir pari, 67 höggum, þannig að munur milli efsta og 30. sætis eru 2 högg og staðan því jöfn og spennandi. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rakel Kristjánsdóttir – 10. október 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Rakel Kristjánsdóttir. Rakel fæddist 10. október 1951 og á því afmæli í dag. Rakel er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Rakel Kristjánsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bruce Devlin, 10. október 1937 (76 ára); Craig Marseilles, 10. október 1957 (56 ára); Jody Anschutz, 10. október 1962 (51 árs) ; Bryn Parry, 10. október 1971 (42 árs); Johan Edfors, 10. október 1975 (38 ára); Mika Miyazato, 10. október 1989 (24 ára) – vann sinn fyrsta sigur á LPGA 19. ágúst 2012. ….. og …… Gudlaugur Rafnsson Erna Lesa meira
Daly í ballett?
Er golfballett nýtt æði? Það er búið að vera hin besta skemmtun að fylgjast með uppátækjum John Daly í gegnum tíðina. Daly hefir sætt margháttaðs lasts vegna óheilbrigðs lífernis, vegna skapvonskukasta sinna á golfvellinum og jafnvel því að ganga úr mótum, mótshöldurum til mikillar gremju. En… Daly er líka örlátur kylfingur sem gefur til margháttaðra góðgerða- og líknastofnanna. Árið 2004 kom hann sjálfur á stofn sjóði sem hjálpar börnum og munaðarleysingjum, sem eiga við heilsuvandamál að stríða og hann hefir verið örlátur að styrkja bæði the Arkansas Children’s Hospital og the University of Arkansas Foundation. Og stundum sér maður hann jafnvel í ballettpilsi, vegna þess að hann er að styrkja Lesa meira
125 nýir Einherjar á árinu
Undanfarin 5 ár hafa árlega um 125 einstaklingar afrekað draumahöggið „Holu í höggi“. Uppskeran þetta árið stefnir í að vera í meðallagi. Nú þegar hefur draumahögg kylfingsins verið afrekað 125 sinnum á þessu ári. Árlegu hámarki var þó náð 2010, þegar 143 kylfingum tókst hið einstaka högg. Frá upphafi skráninga Einherjaklúbbsins, sem ná allt aftur til ársins 1939, hafa kylfingar náð að fara holu í höggi rúmlega 2.400 sinnum. Lang stærstur hluti félaga hefur aðeins farið holu í höggi einu sinni, en þeir telja þó um 250 sem hafa farið tvisvar eða oftar. Fjórir kylfingar hafa þó afrekað draumahöggið 5 sinnum eða oftar, en sá sem toppar listann hefur náð Lesa meira
3 ára golfgutti – Myndskeið
Hinn 3 ára Michael Patton frá Dublin á Írlandi er alveg ótrúlega góður að chippa ofan í þvottakörfu, sem komið hefir verið upp í stofunni á heimili hans. „Þetta byrjaði allt saman þegar honum var í sífellu að takast að slá plastkúlur inn um þak á leikfangahúsi sínu, „sagði pabbi Michaels litla, Rob Patton. „Þess vegna var þvottakörfunni komið upp. Þegar hann sló í hana ítrekað tókum við fram upptökutækið og tókum höggin hans upp!“ Til þess að sjá Michael litla chippa í þvottakörfuna í stofunni heima hjá sér SMELLIÐ HÉR: Það fer síðan ekkert framhjá neinum í lok myndskeiðsins hver er uppáhaldskylfingur Michaels Patton….. Rory McIlroy. Patton þykir svipa Lesa meira










