Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2013 | 14:30

Golfútbúnaður: Cleveland Smart Square pútter

Rannsóknar- og þróunardeild Cleveland Golf hefir alltaf stært sig á nýjum uppfinningum sínum, sérstaklega í stutta spilinu. Meðan mörg fyrirtæki hafa reynt að setja ferkantaða stiku í kringum kringlótta holu til þess að finna rétt mið fyrir kylfinga, þá hafa þeir hjá Cleveland tekið þessu bókstaflega.

Á nýja Cleveland Smart Square pútternum eru einmitt tveir ferhyrningar, sem mið á pútternum sjálfum fyrir aftan boltann, sem er ætlað að bæta mið kylfinga og nákvæmni þeirra.  Cleveland segir að þetta sé  „einfaldasta og framúrstefnulegasta mið- tækni“ sem þeir hafi nokkru sinni þróað.

Það á að vera betra að miða með pútternum séu tveir ferkantaðir kassar á pútternum fremur en tveir hringir s.s. er t.a.m. á Odyssey two-ball pútterunum vinsælu

Það á að vera betra að miða með pútternum séu tveir ferkantaðir kassar á pútternum fremur en tveir hringir s.s. er t.a.m. á Odyssey two-ball pútterunum vinsælu

Með vísun til myndarinnar hér að ofan þá sýnir Cleveland okkur hugmyndina á bakvið nýjungina. Gefið er í skyn að ferhyrningarnir séu mun þægilegri og nákvæmari þegar miða eigi á holu en fylltir kringlóttir hringir sem eru t.a.m. á Odyssey two-ball pútterunum vinsælu.

Cleveland heldur því fram að rannsóknir þeirra og tækni sýni að hönnun þeirra sé betri og auðveldari en í „flestum vinsælum pútterum.“

Þeir í rannsóknar og þróunarteyminu hjá Cleveland golf gerðu rannsóknir á hvað gerði pútter að góðum pútter með því að líta á nokkrar púttershannanir, sem hafa verið vinsælar og hvað það er sem kylfingar einbeiti sér að þegar þeir eru að pútta. Í framhaldi af því var það sem þeir nefna Dual Axis Alignment hannað.

Ferhyrningarnir líta út eins og þeir umvefji boltann og það býr til ímyndaða leið að holunni, sem hjálpar kylfingnum, samhliða því sem línurnar í ferhyrningnum hjálpa kylfingnum að sjá ef ekki er stillt rétt upp.

Cleveland Smart Square pútterinn

Cleveland Smart Square pútterinn

Niðurstöður rannsókna Cleveland sýndu að Smart Square pútterinn hjálpaði kylfingum að ná 23% meiri nákvæmni en „einn af vinsælustu pútterum allra tíma.“ Þeir mega ekki orða það, en við vitum öll að átt er við Odyssey 2-ball pútterinn.

En Cleveland Smart Square pútterinn er meira en bara pútter sem auðveldara á að vera að miða með. Cleveland hefir pakkað fult af tækni og valmöguleikum í þennan pútter, Smart Square-inn, allt á verði upp á  £100. (u.þ.b. 20.000 íslenskar krónur)

Stóra 360-gramma kylfuhöfuðið er fáanlegt með vali á tvennskonar skaftstaðsetningum: á hæl eða á miðju kylfuhaussins (sjá hér að neðan).  Í báðum tilvikum er háu MOI náð, sem bætir frammistöðu og fjarlægðarstjórn þegar ekki er slegið í boltann með miðju púttersins.

Til þess að fá stöðugra rúll hefir Cleveland hannað nýtt Copolymer stykki í pútterinn. Stykkið er í kylfuandlitinu til þess að rúllið verði mjúkt.

Mismunandi skaftstaðsetningar eru í boði á nýja Smart Square pútternum frá Cleveland

Mismunandi skaftstaðsetningar eru í boði á nýja Smart Square pútternum frá Cleveland

Líkt og segja má um afganginn af vörum Cleveland þá er mikil áhersla á að allt fitti og að fundin séu réttu módelin, lengd og önnur atriði sem hæfi leik hvers og eins kylfings.

Þess vegna er hægt að fá Smart Square-inn í 4 mismunandi lengdum og eins hafa kylfingar val á tvenns konar sköftum.

Standard lengd pútteranna er 33, 34 og 35 tommur og síðan má velja milli mismunandi staðsetningar skaftsins. Lokapútterinn í línunni er mjög áhugaverður en það er næstum Belly-pútter þ.e. magapútter, sem bannaður hefir verið.

En með þetta nýlega bann í huga hannaði Cleveland „Almost Belly“ pútterinn. Í Smart Square pútterslínunni er Almost Belly-inn 39 tomma langur og er m.a. með þyngri kylfuhaus og grip.

Almost Belly-inn

Almost Belly-inn

400-gramma kylfuhausinn er 40 grömmum þyngri en í standarlengdar pútterunum og er með 158 gramma grip (2,5 gr. þyngra en í standard pútterunum).  Þetta skapar stöðugleika og þægindi belly púttera án þess að það þurfi að styðja þá við líkamann.

Ef þið eruð örvhent þá er því miður aðeins val um pútter í standard lengd með skaftið staðsett á hæl, sem stendur.